Fótbolti

Guð­laugur kom inn af bekknum er Schalke tryggði sér deildar­meistara­titilinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke eru deildarmeistarar í þýsku B-deildinni.
guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke eru deildarmeistarar í þýsku B-deildinni. Joosep Martinson/Getty Images

Guðlaugur Victor Pálsson lék seinasta hálftíman er Schalke tryggði sér deildarmeistaratitilinn í þýsku B-deildinni í fótbolta með 2-1 sigri gegn Nurnberg í lokaumferð deildarinnar í dag.

Rodrigo Zalazar kom gestunum í Schalke í forystu með marki strax á 15. mínútu leiksins. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og gestirnir fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn.

Heimamenn jöfnuðu metin á 86. mínútu þegar Lukas Schleimer kom boltanum í netið, en Simon Terodde tryggði Schalke sigurinn með marki aðeins tveimur mínútum síðar.

Guðlaugur og félagar enda því tímabilið sem deildarmeistarar þýsku B-deildarinnar með 65 stig og leika í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.