„Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að“ Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 03:05 Skúli og Heiða segja það ekki skipta öllu máli hver verði borgarstjóri á næsta kjörtímabili. Stöð 2 Skúli Helgason og Heiða Björg Hilmisdóttir, frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík, útiloka ekki meirihlutasamstarf með Sósíalistaflokknum eða Framsóknarflokknum. Fyrstu tölur séu ekki það sem stefnt var að en tækifærin eru mörg. „Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við störfuðum lengi með Framsóknarflokknum hérna í Reykjavík í R-listanum. Það gæti þá kannski verið einhver von í því að þeir séu enn þá með þessar félagslegu, sterku rætur. Við erum alltaf opin í samtal og við viljum áfram að borgin okkar þróist í rétta átt. Við erum með skýra sýn og skýra stefnu, þeir sem eru til í að starfa með okkur að því að ná þeim fram, við erum til í það samstarf, algjörlega,“ sagði Heiða aðspurð hvernig samstarf með Framsóknarflokknum hljómi. Vilja halda sínu umbótastarfi áfram Skúli segir fyrstu tölur ekki vera það sem hann hafi vonast eftir. „Þetta er klárlega ekki það sem við stefndum að. Það eru tækifæri í öllum stöðum og við verðum auðvitað að virða lýðræðið númer eitt tvö og þrjú. Það er það sem að pólitíkin gengur út á, að taka mark af því sem kjósendur vilja. Okkar skilda er síðan að búa til öflugan meirihluta sem heldur áfram því umbótastarfi og þessum miklu framförum á borgarskipulaginu, á almenningssamgöngum, á grænu byltingunni sem við höfum staðið fyrir. Og húsnæðisuppbyggingu ekki síst.“ Sósíalistaflokkurinn nær inn tveimur mönnum í borgarstjórn miðað við fyrstu tölur og gæti flokkurinn komið sér í meirihlutasamstarf. „Við höfum átt ágætissamstarf við sósíalista, þeir hafa hins vegar ekki tekið afstöðu í velflestum málum sem er auðvitað erfitt ef þú ætlar að stjórna, þeir verða að vera viðbúnir til þess, að styðja mál eða hafna þeim. Við þekkjum ekki Framsókn, við höfum ekki unnið með þeim í borgarstjórn. Þeir voru á þar síðasta kjörtímabili og það ekki vel þá. Nýtt fólk og það eru möguleikar í öllu.“ Væru helst til í Dag í borgarstjórasætið Þó svo að Heiða og Skúli vilji helst sjá Dag B. Eggertsson áfram í borgarstjórastólnum þá skipti það ekki öllu máli. „Þegar við bjóðum okkur fram, þá bjóðum við okkur fram til að starfa fyrir borgarbúa, vinna að ákveðnum málum. Við erum ekki farin að hugsa um stóla enn þá, við höfum ekki gert það viljandi, við bara förum inn í þetta. Við erum til í að vinna verkin og vinna að aukinni velferð, lífsgæðum og grænni framþróun í borginni. Stólarnir skipta minna máli, samningurinn er fyrst og svo er rætt um stóla,“ sagði Heiða.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira