Oddvitar í Reykjavík teknir tali á kjörstað: „Ég er með svona fiðrildi í maganum“ Árni Sæberg skrifar 14. maí 2022 21:17 Borgarstjóri var glabeittur þegar hann kom á kjörstað með fjölskyldu sinni. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í borgarstjórn stendur afar tæpt samkvæmt könnunum. Framsókn og Sósíalistar útiloka ekki að þeir gætu starfað með meirihlutaflokkunum þó mestur samhljómur virðist vera með oddvitum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Oddvitar flokkanna voru flestir mættir snemma á kjörstað í morgun og fréttamenn okkar tóku þá tali. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spenntur þegar hann mætti á kjörstað. „Ég er með svona fiðrildi í maganum, bara bjartsýnn, skemmtileg kosningabarátta, mikið af orkumiklu ungu fólki sem hefur unnið með okkur,“ segir hann. Þjóðarpúls Gallup mældi meirihlutann fallinn í gær. Dagur vonar að núverandi samstarf haldi áfram. „Ef meirihlutinn heldur þá setjumst við niður ef hann gerir það ekki þá verður bara að skoða stöðuna í nýju ljósi,“ segir Dagur. Sósíalistar vilja vera með Þarna er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sammála borgarstjóranum. „Ef að meirihlutinn heldur þá er okkar fyrsta val að starfa áfram saman og þá setjast niður og ræða samstarfsfletina. En við þurfum bara að bíða og sjá hvað kemur úr kjörkössunum sko. Þetta verður löng nótt,“ segir hún. Hún útilokar þó ekki samstarf með Framsóknarflokknum eða Sósíalistum. „Mér líst bara vel á það ef að við náum góðum málefnasamningi,“ segir Líf. En hvernig líst Sósíalistum á að ganga inn í núverandi meirihluta? „Ég einmitt kom með þessa spurningu í kosningasjónvarpi og það var ljóst að Dagur var bara mjög ánægður með þennan meirihluta en ég er bara mjög spennt að ræða við fólkið mitt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Viðreisn til í allt en ekki Píratar Oddviti Viðreisnar veltir fyrir sér möguleikum ef meirihlutinn skyldi ekki halda. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum... og meira að segja Sósíalistum sem að vilja ekki starfa með okkur. En við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viðreisn vill greinilega vinna með hverjum sem er en það geta Píratar ekki hugsað sér. „Við höfum útilokað Sjálfstæðisflokkinn einn flokka. En öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Einar hefur ekki leitt hugann að borgarstjórastólnum Framsóknarflokkurinn mælist í stórsókn í öllum síðustu könnunum. Flokkurinn hefur ekki átt mann í borgarstjórn síðasta kjörtímabil en mælist með fjóra inni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og ótvíræður sigurvegari kosninganna, ef marka má skoðanakannanir, segist ekki hafa leitt hugann mikið að borgarstjórastólnum. „Veistu ég held að það sé ekkert skynsamlegt að vera að láta sig dreyma eitthvað. Það bara kemur í ljós. Ég meina ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð ef að það fer svoleiðis,“ segir hann. Hann er þó staðráðinn í því að vilja Framsókn í meirihluta. „Við viljum taka þátt í meirihlutasamstarfi með flokkum sem eru tilbúnir að knýja fram breytingar í borginni,“ segir hann. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill einnig knýja fram breytingar í borginni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við vonum bara að við fáum nægan styrk til að geta myndað meirihluta um breytingar,“ segir hún. Gætirðu hugsað þér að vinna með Degi og Samfylkingunni? „Það yrði kannski ekki meirihluti um breytingar - en aftur; við göngum óbundin til kosninga,“ segir Hildur. Flokkur fólksins eygir von um að ná öðrum manni inn. „Okkur langar mjög mikið að fá inn mann númer tvö sem er Helga Þórðardóttir kennari, alveg frábær manneskja, mjög reynslurík. Og já okkur langar mjög að komast í meirihluta,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Oddvitar flokkanna voru flestir mættir snemma á kjörstað í morgun og fréttamenn okkar tóku þá tali. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var spenntur þegar hann mætti á kjörstað. „Ég er með svona fiðrildi í maganum, bara bjartsýnn, skemmtileg kosningabarátta, mikið af orkumiklu ungu fólki sem hefur unnið með okkur,“ segir hann. Þjóðarpúls Gallup mældi meirihlutann fallinn í gær. Dagur vonar að núverandi samstarf haldi áfram. „Ef meirihlutinn heldur þá setjumst við niður ef hann gerir það ekki þá verður bara að skoða stöðuna í nýju ljósi,“ segir Dagur. Sósíalistar vilja vera með Þarna er Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sammála borgarstjóranum. „Ef að meirihlutinn heldur þá er okkar fyrsta val að starfa áfram saman og þá setjast niður og ræða samstarfsfletina. En við þurfum bara að bíða og sjá hvað kemur úr kjörkössunum sko. Þetta verður löng nótt,“ segir hún. Hún útilokar þó ekki samstarf með Framsóknarflokknum eða Sósíalistum. „Mér líst bara vel á það ef að við náum góðum málefnasamningi,“ segir Líf. En hvernig líst Sósíalistum á að ganga inn í núverandi meirihluta? „Ég einmitt kom með þessa spurningu í kosningasjónvarpi og það var ljóst að Dagur var bara mjög ánægður með þennan meirihluta en ég er bara mjög spennt að ræða við fólkið mitt,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins. Viðreisn til í allt en ekki Píratar Oddviti Viðreisnar veltir fyrir sér möguleikum ef meirihlutinn skyldi ekki halda. „Við í Viðreisn getum starfað með öllum... og meira að segja Sósíalistum sem að vilja ekki starfa með okkur. En við höfum fulla trú á að við getum starfað með þeim líka,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Viðreisn vill greinilega vinna með hverjum sem er en það geta Píratar ekki hugsað sér. „Við höfum útilokað Sjálfstæðisflokkinn einn flokka. En öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Einar hefur ekki leitt hugann að borgarstjórastólnum Framsóknarflokkurinn mælist í stórsókn í öllum síðustu könnunum. Flokkurinn hefur ekki átt mann í borgarstjórn síðasta kjörtímabil en mælist með fjóra inni. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og ótvíræður sigurvegari kosninganna, ef marka má skoðanakannanir, segist ekki hafa leitt hugann mikið að borgarstjórastólnum. „Veistu ég held að það sé ekkert skynsamlegt að vera að láta sig dreyma eitthvað. Það bara kemur í ljós. Ég meina ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð ef að það fer svoleiðis,“ segir hann. Hann er þó staðráðinn í því að vilja Framsókn í meirihluta. „Við viljum taka þátt í meirihlutasamstarfi með flokkum sem eru tilbúnir að knýja fram breytingar í borginni,“ segir hann. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill einnig knýja fram breytingar í borginni. „Við göngum alveg óbundin til kosninga. Við vonum bara að við fáum nægan styrk til að geta myndað meirihluta um breytingar,“ segir hún. Gætirðu hugsað þér að vinna með Degi og Samfylkingunni? „Það yrði kannski ekki meirihluti um breytingar - en aftur; við göngum óbundin til kosninga,“ segir Hildur. Flokkur fólksins eygir von um að ná öðrum manni inn. „Okkur langar mjög mikið að fá inn mann númer tvö sem er Helga Þórðardóttir kennari, alveg frábær manneskja, mjög reynslurík. Og já okkur langar mjög að komast í meirihluta,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira