Fótbolti

Stefnir í metfjölda áhorfenda á kvennaleik á Englandi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester City og Chelsea eigast við í úrslitum FA-bikarsins á morgun.
Manchester City og Chelsea eigast við í úrslitum FA-bikarsins á morgun. Justin Setterfield/Getty Images

Úrslitaleikur FA-bikars kvenna fer fram á morgun þegar Chelsea og Manchester City eigast við á Wembley. Nú þegar er búið að selja yfir 55 þúsund miða á leikinn og því stefnir í að nýtt áhorfendamet verði sett á kvennaleik á Englandi.

Kvennaknattspyrna er í gríðarlegri sókn á Englandi sem og annarsstaðar í Evrópu og áhorfendamet hafa verið slegin víðsvegar um álfuna á undanförnum mánuðum. Þar ber líklega hæst að nefna þegar rúmlega 90 þúsund manns mættu á leik Barcelona og Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Nú stefnir í að áhorfendametið á enskum kvennaleik muni falla á morgun. Eins og áður segir er búið að selja meira 55 þúsund miða á úrslitaleik Chelsea og Manchester City, en núverandi met er rúmlega 45 þúsund áhorfendur. Það met var sett þegar Arsenal og Chelsea áttust við í úrslitum FA-bikarsins árið 2018.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.