„Án heppni áttu ekki möguleika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Jürgen Klopp ræddi um úrslitaleik FA-bikarsins sem framundan er. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, freistar þess í dag að vinna sinn fyrsta FA-bikar síðan hann tók við liðinu fyrir sjö árum og halda þannig draumnum um fernuna á lífi. Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira