„Án heppni áttu ekki möguleika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Jürgen Klopp ræddi um úrslitaleik FA-bikarsins sem framundan er. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, freistar þess í dag að vinna sinn fyrsta FA-bikar síðan hann tók við liðinu fyrir sjö árum og halda þannig draumnum um fernuna á lífi. Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira
Klopp og hans menn mæta Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í dag, en þessi tvö lið mættust einmitt í úrslitum enska deildarbikarsins fyrr á tímabilinu. Þar vann Liverpool 11-10 sigur í langri vítaspyrnukeppni sem endaði með því að markvörður Chelsea, Kepa Arrizabalaga þrumaði boltanum yfir markið. „Við unnum ekki Chelsea, við unnum vítaspyrnukeppnina. Einhverja klikkuðustu vítaspyrnukeppni sögunnar,“ sagði Klopp um úrslitaleik enska deildarbikarsins á blaðamannafundi í gær. „Við vitum í fótbolta að án heppni áttu ekki möguleika og þetta kvöld held ég að heppnin hafi verið með okkur í liði í vítaspyrnukeppninni.“ „Þetta var erfiður leikur. Við vitum hversu gott Chelsea-liðið er og við búumst við öðrum hörkuleik. Bæði lið munu gefa allt sem þau eiga. Það er það sem ég býst við af Chelsea og sérstaklega okkur,“ bætti Þjóðverjinn við 🗣 "It's a special game, massive. For some of us the biggest in their career."Jurgen Klopp is not underestimating the FA Cup final with a title race and UCL final to also think about pic.twitter.com/fbdJ1s7AVm— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2022 Mörg af stærri liðum Englands hafa stundum verið gagnrýnd í gegnum árin fyrir að taka bikarkeppnunum tveimur ekki nógu alvarlega. Stærri liðin senda oft yngri og óreyndari leikmenn í bikarinn til að gefa þeim mínútur, en Klopp segir að úrslitaleikur deildarbikarsins hafi hjálpað honum að átta sig á því hversu miklu máli þessir leikir skipta. „Það sem við áttuðum okkur á í deildarbikarnum er hversu stór stund það er að labba inn á Wembley með öllu þessu fólki. Það var frábær tilfinning og við viljum upplifa hana aftur.“ „Ég hef aldrei unnið FA-bikarinn áður og fæstir af leikmönnum liðsins hafa gert það. Okkur hlakkar til að fá þetta tækifæri. Strákarnir hafa lagt svo hart að sér til að komast þangað með allar þessar hindranir á leiðinni. Þetta er risaúrslitaleikur fyrir okkur og ég er gríðarlega ánægður að fá að taka þátt í honum. „Það mun aldrei gerast að við horfum á úrslitaleik FA-bikarsins sem venjulegan leik. Þetta er sérstakur leikur. Fyrir einhverja af okkur er þetta stærsti leikur ferilsins og við viljum njóta þess. Við viljum klára þetta fyrir fólkið okkar,“ sagði Klopp að lokum
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Sjá meira