„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 09:08 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, hitti mann sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla til að mótmæla hversu illa þeim er gjarnan lagt. Vísir/Vilhelm Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira