Hæstbjóðendur komi til baka á hnjánum Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 09:00 Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigurður Pétur Sigmundsson. Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson voru fyrir svörum. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir markmiðið að fella núverandi meirihluta í Hafnarfirði og koma jafnaðarmönnum aftur til valda í bænum. Oddvitar átta framboða í Hafnarfirði mættu til kappræðna í beinni útsendingu á Vísi í gær. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði margt og mikið hafa verið fært til betri vegar á liðnu kjörtímabili. Hún lýsti sig reiðubúna til að vinna með flestum þeim sem í framboði eru. Það væri til að mynda verið að byggja þúsund íbúðir í Hafnarfirði í dag. Frambjóðendur vildu allir efla þjónustu bæjarins og aðstöðu til íþrótta- og menningarlífs en tókust hart á um ýmis áhersluatriði. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks.Vísir/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði gríðarlega uppbyggingu vera í gangi. „Framundan á næstu árum, hver sem verður í meirihluta, vil ég fullyrða er eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins.“ Þannig að þið eruð að skila góðu búi? „Við erum að skila mjög góðu búi og við erum afar ánægð.“ Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera staðráðinn í að ná fjórum mönnum í kosningunum á laugardag. „Við ætlum að fella þennan meirihluta og búa til nýjan meirihluta. Vera þar í forystu með þessu góða fólki.“ Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna og Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans. Davíð Arnar Stefánsson, oddviti Vinstri grænna, segir samfélagið standa frammi fyrir miklum breytingum. „Á landsvísu og eins á sveitarfélagastigi og eins sem einstaklingar. Við þurfum að taka til hjá okkur í loftslagsmálunum og ég heyri þau hreinlega ekki vera á dagskrá hjá okkur.“ Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Jón Ingi Hákonarson, oddviti Viðreisnar, segist vilja losna við sérhagsmunagæslupólitík. Hver er þessi hagsmunagæslupólitík? „Hagsmunagæslupólitíkin er sú að hér er verið að hygla svolítið ákveðnum verktökum. Það er verið að bjóða hérna lóðir hæstbjóðanda sem kemur síðan til baka á hnjánum og fær afslátt.“ Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins, segir fyrri hluta yfirstandandi kjörtímabils hafa verið hreinustu hörmung. „Þegar fólki fækkar í bænum. Þegar krafan á aukna þjónustu eykst. Enda dalar hún í skoðanakönnunum.“ Sigurður P. Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans, segir að það þurfi að taka betur til í bænum. „Fyrir utan miðbæinn þá er fullt af brotnum gangstéttum. Það eru holur hér og þar. Og rusl, eða rusl er ekki hirt. Við þurfum að laga þetta til.“ Sigurður Pétur Sigmundsson, oddviti Bæjarlistans og Sigurður Þ. Ragnarsson, oddviti Miðflokksins.Vísir/Vilhelm „Það er hins vegar í gangi núna greinileg undiralda að fella núverandi meirihluta. Ég hugsa að það takist,“ segir Haraldur R. Ingvason, oddviti Pírata. „Meirihlutinn er á þessu kjörtímabili. Svo kemur upp úr kjörkössunum. Þá eru flokkarnir allir jafnir og þá er bara farið í það að mynda nýjan meirihluta,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira