Minnst þrjátíu látnir eftir sprenginguna í Havana Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 18:02 Björgunarteymi fjarlægja brak af vettvangi sprengingarinnar sem gjöreyðilagði hið fimm stjörnu Hotel Saratoga. AP/Ramon Espinosa Nú er talið að minnst 30 hafi látist í sprengingu við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu á föstudag. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og fann leitarteymi þrjú ný lík í dag með aðstoð hunda. Að sögn yfirvalda verður eftirlifenda áfram leitað í rústunum en heilbrigðisráðuneyti Kúbu segir að 84 hafi slasast. Meðal hinna látnu eru fjögur börn, barnshafandi kona og spænskur ferðamaður. Ráðuneytið birti í nöfn látinna í dag en um 24 eru sagðir vera enn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna við Hotel Saratoga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar. Í gær gaf fyrirtækið Grupo de Turismo Gaviota SA, eigandi hótelsins, út að þrettán starfsmanna þeirra væri enn saknað. Þá sagði ríkisstjórinn Reinaldo García Zapata á laugardagskvöld að nítján fjölskyldur hafi tilkynnt um ættingja sem hafi ekki skilað sér heim. Hann bætti við að björgunaraðgerðum yrði haldið áfram. Að sögn yfirvalda er byrjað að jarða suma hinna látnu en að aðrir bíða enn fregna af týndum vinum og ættingjum. Örfáir dagar í opnun hótelsins áður en það gjöreyðilagðist Sprengingin kemur sér illa fyrir stöðu ferðamannaiðnaðarins á Kúbu sem var nýbyrjaður að rétta úr kútnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru og hertar efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump. Þær fólu meðal annars í sér takmarkanir á komum bandaríska ferðamanna til Kúbu og peningasendingum frá brottfluttum Kúbverjum heim til fjölskyldna sinna. Hotel Saratoga hefur verið lokað í um tvö ár vegna áhrifa faraldursins en unnið var að því að opna það á ný þegar sprengingin átti sér stað. Talið er að blossi eða eldur hafi komist að eldsneyti sem var um borð í tankbíl sem stóð fyrir utan fimm stjörnu hótelið í Gamla-Havana. Bifreiðin virðist við það hafa sprungið í loft upp og eyðilagt nokkrar hæðir hótelsins. Kúba Tengdar fréttir Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13 Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Meðal hinna látnu eru fjögur börn, barnshafandi kona og spænskur ferðamaður. Ráðuneytið birti í nöfn látinna í dag en um 24 eru sagðir vera enn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna við Hotel Saratoga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar. Í gær gaf fyrirtækið Grupo de Turismo Gaviota SA, eigandi hótelsins, út að þrettán starfsmanna þeirra væri enn saknað. Þá sagði ríkisstjórinn Reinaldo García Zapata á laugardagskvöld að nítján fjölskyldur hafi tilkynnt um ættingja sem hafi ekki skilað sér heim. Hann bætti við að björgunaraðgerðum yrði haldið áfram. Að sögn yfirvalda er byrjað að jarða suma hinna látnu en að aðrir bíða enn fregna af týndum vinum og ættingjum. Örfáir dagar í opnun hótelsins áður en það gjöreyðilagðist Sprengingin kemur sér illa fyrir stöðu ferðamannaiðnaðarins á Kúbu sem var nýbyrjaður að rétta úr kútnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru og hertar efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump. Þær fólu meðal annars í sér takmarkanir á komum bandaríska ferðamanna til Kúbu og peningasendingum frá brottfluttum Kúbverjum heim til fjölskyldna sinna. Hotel Saratoga hefur verið lokað í um tvö ár vegna áhrifa faraldursins en unnið var að því að opna það á ný þegar sprengingin átti sér stað. Talið er að blossi eða eldur hafi komist að eldsneyti sem var um borð í tankbíl sem stóð fyrir utan fimm stjörnu hótelið í Gamla-Havana. Bifreiðin virðist við það hafa sprungið í loft upp og eyðilagt nokkrar hæðir hótelsins.
Kúba Tengdar fréttir Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13 Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20
Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13
Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44