Minnst þrjátíu látnir eftir sprenginguna í Havana Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 18:02 Björgunarteymi fjarlægja brak af vettvangi sprengingarinnar sem gjöreyðilagði hið fimm stjörnu Hotel Saratoga. AP/Ramon Espinosa Nú er talið að minnst 30 hafi látist í sprengingu við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu á föstudag. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og fann leitarteymi þrjú ný lík í dag með aðstoð hunda. Að sögn yfirvalda verður eftirlifenda áfram leitað í rústunum en heilbrigðisráðuneyti Kúbu segir að 84 hafi slasast. Meðal hinna látnu eru fjögur börn, barnshafandi kona og spænskur ferðamaður. Ráðuneytið birti í nöfn látinna í dag en um 24 eru sagðir vera enn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna við Hotel Saratoga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar. Í gær gaf fyrirtækið Grupo de Turismo Gaviota SA, eigandi hótelsins, út að þrettán starfsmanna þeirra væri enn saknað. Þá sagði ríkisstjórinn Reinaldo García Zapata á laugardagskvöld að nítján fjölskyldur hafi tilkynnt um ættingja sem hafi ekki skilað sér heim. Hann bætti við að björgunaraðgerðum yrði haldið áfram. Að sögn yfirvalda er byrjað að jarða suma hinna látnu en að aðrir bíða enn fregna af týndum vinum og ættingjum. Örfáir dagar í opnun hótelsins áður en það gjöreyðilagðist Sprengingin kemur sér illa fyrir stöðu ferðamannaiðnaðarins á Kúbu sem var nýbyrjaður að rétta úr kútnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru og hertar efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump. Þær fólu meðal annars í sér takmarkanir á komum bandaríska ferðamanna til Kúbu og peningasendingum frá brottfluttum Kúbverjum heim til fjölskyldna sinna. Hotel Saratoga hefur verið lokað í um tvö ár vegna áhrifa faraldursins en unnið var að því að opna það á ný þegar sprengingin átti sér stað. Talið er að blossi eða eldur hafi komist að eldsneyti sem var um borð í tankbíl sem stóð fyrir utan fimm stjörnu hótelið í Gamla-Havana. Bifreiðin virðist við það hafa sprungið í loft upp og eyðilagt nokkrar hæðir hótelsins. Kúba Tengdar fréttir Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13 Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Meðal hinna látnu eru fjögur börn, barnshafandi kona og spænskur ferðamaður. Ráðuneytið birti í nöfn látinna í dag en um 24 eru sagðir vera enn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna við Hotel Saratoga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar. Í gær gaf fyrirtækið Grupo de Turismo Gaviota SA, eigandi hótelsins, út að þrettán starfsmanna þeirra væri enn saknað. Þá sagði ríkisstjórinn Reinaldo García Zapata á laugardagskvöld að nítján fjölskyldur hafi tilkynnt um ættingja sem hafi ekki skilað sér heim. Hann bætti við að björgunaraðgerðum yrði haldið áfram. Að sögn yfirvalda er byrjað að jarða suma hinna látnu en að aðrir bíða enn fregna af týndum vinum og ættingjum. Örfáir dagar í opnun hótelsins áður en það gjöreyðilagðist Sprengingin kemur sér illa fyrir stöðu ferðamannaiðnaðarins á Kúbu sem var nýbyrjaður að rétta úr kútnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru og hertar efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump. Þær fólu meðal annars í sér takmarkanir á komum bandaríska ferðamanna til Kúbu og peningasendingum frá brottfluttum Kúbverjum heim til fjölskyldna sinna. Hotel Saratoga hefur verið lokað í um tvö ár vegna áhrifa faraldursins en unnið var að því að opna það á ný þegar sprengingin átti sér stað. Talið er að blossi eða eldur hafi komist að eldsneyti sem var um borð í tankbíl sem stóð fyrir utan fimm stjörnu hótelið í Gamla-Havana. Bifreiðin virðist við það hafa sprungið í loft upp og eyðilagt nokkrar hæðir hótelsins.
Kúba Tengdar fréttir Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13 Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44 Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20
Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13
Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44