Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 12:15 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að lágvaxtatímabilið sé nú að renna sitt skeið á enda og að við taki breytt heimsmynd. Hann spáir því að síðasta hækkun stýrivaxta sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. vísir/vilhelm Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Hann býst við að síðasta útspil Seðlabankastjóra sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum og að yfirvofandi sé eins konar leiðrétting á eignamarkaði, hann bindur vonir við að sú leiðrétting muni gerst jafnt og þétt svo hér verði ekki hrun á eignamarkaði. Hinn margreyndi hagfræðingur kortlagði stöðuna í efnahagsmálum á Sprengisandi í morgun. Þar lýsti hann því að hvernig lágvaxtartímabilið væri að renna sitt skeið og að við tæki breytt heimsmynd og að sú breyting væri að gerast hratt. „Síðustu áratugi hefur verið gjá á milli fjármálamarkaða og raunhafkerfis; gríðarlegt fjármagn í umferð sem lyftir upp eignaverði. Aðilar sem eiga fjármagn hagnast gríðarlega en það hefur verið yfirvofandi eins konar leiðrétting í mjög langan tíma þannig að fjármálakerfið og eignaverðin muni leiðréttast og ég held að það sé nokkuð öruggt að á næstu tólf mánuðum hafi einhver leiðrétting átt sér stað. Það er bara vonandi að hún verði ekki of snögg.“ Gylfi, sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans, spáir því að síðasta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósent sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum. „Við erum að fara aftur í tímann. En það er ekki alvont. Það er jákvætt og heilbrigt að hafa jákvæða bæði nafnvexti og raunvexti. Það er jákvætt að eignaverðin séu ekki eins há og þau hafa verið; að hlutabréfamarkaðurinn sé ekki svona í hæstu hæðum og úr tengslum við veruleikann. Það er jákvætt að fasteignaverð sé ekki eins hátt og það hefur verið.“ Mynstrið sé víða um heim það sama; Það sé mikil eftirspurn en að vandamálin blasi við á framboðshliðinni. „Hér á landi er almenn eftirspurn mjög mikil og verðbólgan er ekki bara á húsnæðismarkaði heldur er hún að dreifast á aðra liði neysluverðsvísitölunnar þannig að hún er að verða miklu víðfeðmari heldur en áður.“ Gylfi segir að til þess að halda verðbólgunni í skefjum þurfi allir að ganga í takt. Það þýði ekki að krefja verkalýðshreyfinguna eina um hófsemi, stóru fyrirtækin á markaði þurfi líka að sýna sanngirni til að auka sátt en þarna vísar Gylfi til arðgreiðslna og launakjöra forstjóra. „Það gengur ekki að benda bara á launafólk.“ Hann segir að ríkisstjórnin og sveitarfélögin þurfi að bretta upp ermar og auka framboð á ódýru húsnæði en að öðru leyti þurfi að hafa aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum. Gylfi tekur fram að það sé margt sem vinni með íslenska hagkerfinu og nefnir hann máli sínu til stuðnings myndarlegan hagvöxt og minnkandi atvinnuleysi. Þá segir hann að efnahagsleg áhrif af völdum innrásarinnar í Úkraínu vera minni en víða annars staðar og búi Íslendingar að því að hafa hitaveitu og að flytja út fisk sem hækkar nú í verði.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Íslenska krónan Húsnæðismál Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02 Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. 5. maí 2022 19:02
Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. 5. maí 2022 12:01