KR aðeins unnið fimm af síðustu tuttugu heimaleikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 11:35 Það hefur lítið gengið hjá KR á leiktíðinni. Liðið er aðeins með fjögur stig að loknum fjórum leikjum. Vísir/Vilhelm Leik KR og KA í Bestu deild karla í fótbolta lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að KR-ingar hafa aðeins unnið fimm af síðustu 20 heimaleikjum sínum í efstu deild. Sex leikjum hefur lyktað með jafntefli og níu hafa tapast. Segja má að heimavöllurinn hafi ekki verið gjöfull KR-ingum undanfarin misseri og það vandamál virðist ætla að halda áfram í sumar. Liðið hóf sumarið á Meistaravöllum með 0-1 tapi gegn Breiðabliki þar sem mörg góð færi fóru forgörðum. Þó KR hafi svo verið manni fleiri lungann úr leiknum gegn KA tókst liðinu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að vinna leikinn. Raunar skoraði KR gegn KA en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Erfitt er að sjá af hverju markið var dæmt af en það þýðir lítið að rífast við dómarann. Þegar tveimur leikjum er lokið á Meistaravöllum er KR með eitt stig og ekkert mark skorað. Árangur síðasta árs var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið vann aðeins fjóra af 11 heimaleikum sínum í deildinni. Þá skoraði liðið aðeins 18 mörk á heimavelli. Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur Í síðustu 13 heimaleikjum sínum í efstu deild hefur KR því unnið fjóra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm. Ef síðustu 20 heimaleiki liðsins eru skoðaðir þá er staðan enn verri. Sumarið 2020 - þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins - vann KR aðeins einn af sjö síðustu heimaleikjum sínum í deildinni. Tveir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. KR-ingm tókst þó að skora að meðaltali tvö mörk í leik í þessum sjö leikjum en átta af þeim mörkum komu gegn ÍA og Val. Að sama skapi lak liðið inn 15 mörkum í leikjunum sjö. Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir KR tókst þrátt fyrir allt að enda í 3. sæti síðasta sumar en það er ljóst að ef fylla á stúkuna á Meistaravöllum oftar en einu sinni í sumar þá þurfa úrslitin að fara falla með heimaliðin. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Segja má að heimavöllurinn hafi ekki verið gjöfull KR-ingum undanfarin misseri og það vandamál virðist ætla að halda áfram í sumar. Liðið hóf sumarið á Meistaravöllum með 0-1 tapi gegn Breiðabliki þar sem mörg góð færi fóru forgörðum. Þó KR hafi svo verið manni fleiri lungann úr leiknum gegn KA tókst liðinu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að vinna leikinn. Raunar skoraði KR gegn KA en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Erfitt er að sjá af hverju markið var dæmt af en það þýðir lítið að rífast við dómarann. Þegar tveimur leikjum er lokið á Meistaravöllum er KR með eitt stig og ekkert mark skorað. Árangur síðasta árs var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir en liðið vann aðeins fjóra af 11 heimaleikum sínum í deildinni. Þá skoraði liðið aðeins 18 mörk á heimavelli. Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur Í síðustu 13 heimaleikjum sínum í efstu deild hefur KR því unnið fjóra, gert fjögur jafntefli og tapað fimm. Ef síðustu 20 heimaleiki liðsins eru skoðaðir þá er staðan enn verri. Sumarið 2020 - þegar Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins - vann KR aðeins einn af sjö síðustu heimaleikjum sínum í deildinni. Tveir enduðu með jafntefli og fjórir töpuðust. KR-ingm tókst þó að skora að meðaltali tvö mörk í leik í þessum sjö leikjum en átta af þeim mörkum komu gegn ÍA og Val. Að sama skapi lak liðið inn 15 mörkum í leikjunum sjö. Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir KR tókst þrátt fyrir allt að enda í 3. sæti síðasta sumar en það er ljóst að ef fylla á stúkuna á Meistaravöllum oftar en einu sinni í sumar þá þurfa úrslitin að fara falla með heimaliðin. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Úrslit sumarið 2021 á heimavelli KR 1-3 KA KR 2-3 Valur KR 1-1 HK KR 3-1 ÍA KR 1-2 Stjarnan KR 1-0 Keflavík KR 1-1 Breiðablik KR 4-0 Fylkir KR 1-1 FH KR 2-1 Leiknir Reykjavík KR 1-2 Víkingur
Úrslit sumarið 2020 á heimavelli KR 1-2 tap Fylkir KR 1-1 Grótta KR 1-2 Stjarnan KR 4-1 ÍA KR 4-5 Valur KR 1-2 FH KR 2-2 Fjölnir
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira