Burnley missti svo af mikilvægum stigum í baráttu sinni við að forðast fall úr deildinni þegar liðið laut í lægra haldi, 3-1, á móti Aston Villa.
Danny Ings, Emiliano Buendia og Ollie Watkins skoruðu mörk Aston Villa í leiknum en Maxwel Cornet klóraði í bakkann fyrir Burnley.
Pontus Jansson, Yoane Wissa og Kristoffer Ajer voru svo á skotskónum fyrir Brentford í þægilegum sigri liðsins gegn Southampton. Þessi lið sigla lygnan sjó um miðja deild.