Íslenski boltinn

Þór Akur­eyri og Fjölnir byrja sumarið á sigrum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jewook Woo lagði upp sigurmark Þórs.
Jewook Woo lagði upp sigurmark Þórs. Þór Akureyri

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Kórdrengjum, Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti Vogum og þá gerðu Afturelding og Grindavík 1-1 jafntefli.

Þór Ak. vann Kórdrengi 1-0 sigur á Kórdrengjum á Akureyri. Sigurmarkið skoraði Harley Willard eftir sendingu Jewook Woo þegar aðeins tvær mínútur lifðu leiks.

Fjölnir vann sannfærandi 3-0 útisigur á Þrótti Vogum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu gestirnir þrjú mörk á tíu mínútna kafla. Hákon Ingi Jónsson braut ísinn, fimm mínútum síðar tvöfaldaði Viktor Andri Hafþórsson forystuna og Reynir Haraldsson gulltryggði svo sigurinn nokkrum mínútum síðar.

Afturelding og Grindavík gerðu svo 1-1 jafntefli í Mosfellsbæ. Sigurður Gísli Bond Snorrason kom heimamönnum yfir á 32. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Aron Jóhannsson jafnaði metin fyrir Grindavík á 71. mínútu.

Fyrstu umferð lýkur á morgun með leik Gróttu og Vestra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.