Erlent

Harry og Andrés fá ekki að vera með á svölunum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Aðeins þeir sem eru í „fullri vinnu“ fá að vera með á svölunum að þessu sinni.
Aðeins þeir sem eru í „fullri vinnu“ fá að vera með á svölunum að þessu sinni. Getty/Wireimage/Anwar Hussein

Harry og Andrés Bretaprinsar verða ekki meðal annarra meðlima konungsfjölskyldunnar sem munu veifa fjöldanum á svölum Buckingham-hallar þegar Bretar fagna platínum-afmæli drottningarinnar 2. júní.

Þá verða 70 ár liðin frá því hún var krýnd drottning.

BBC hefur eftir heimildarmanni innan hallarinnar að aðeins þeir meðlimir konungsfjölskyldunnar sem eru í fullri vinnu og börnin þeirra muni birtast á svölunum.

Þetta útilokar að Harry og eiginkona hans Meghan verði með, jafnvel þótt þau ákveði að ferðast til Bretlands af tilefninu, ásamt börnum sínum Archie og Lilibet. Hjónin „sögðu sig frá störfum“ fyrir konungsfjölskylduna þegar þau fluttu til Bandaríkjanna.

Andrés, sem var hins vegar vikið frá störfum, virðist þá heldur ekki verða við hlið drottningar, jafnvel þótt hann sé sagður uppáhaldssonur hennar.

Heimildarmaðurinn segir drottninguna munu taka þátt í nokkrum viðburðum vegna afmælisins en það verði þó ekki staðfest fyrr en nær dregur. Hún hefur aðeins nokkrum sinnum birst opinberlega frá því að hún greindist með Covid-19.

Hátíðarhöldin munu standa yfir frá 2. til 5. júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×