Íslenski boltinn

FH og Víkingur byrja sumarið á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigríður Lára er fyrirliði FH.
Sigríður Lára er fyrirliði FH. mynd/J.L. Long/facebooksíða FH

Tveir fyrstu leikir sumarsins í Lengjudeild kvenna í fótbolta fóru fram í kvöld. FH vann 4-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Haukum og Víkingur vann nauman 3-2 sigur á Augnabliki.

Það tók FH ekki langan tíma að komast yfir á Ásvöllum í kvöld en Kristin Schnurr kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu. Shaina Faiena Ashouri skoraði tvívegis – eitt í sitt hvorum hálfleik – áður en Telma Hjaltalín Þrastardóttir gulltryggði 4-0 sigur FH.

Dramatíkin var aðeins meiri í Víkinni þar sem Augnablik var í heimsókn. Sara Svanhildur Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Christabel Oduro svaraði fyrir Víkinga en Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir kom gestunum yfir á nýjan leik áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 1-2 í hálfleik.

Oduro tók heldur betur til sinna mála en hún jafnaði metin á 66. mínútu og fullkomnaði svo þrennu sína með sigurmarki leiksins á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur í Víkinni 3-2 í hörkuleik.

Fyrsta umferð Lengjudeildar kvenna heldur áfram á morgun og lýkur svo á laugardag með leik Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis F. og Fjölnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×