Erlent

Sneru við far­þega­þotu vegna próflauss að­stoðar­flug­manns

Kjartan Kjartansson skrifar
Aðstoðarflugmaðurinn hefur unnið fyrir Virgin Atlantic frá 2017 en hafði ekki lokið síðasta æfingaflugi til að standast innri kröfur flugfélagsins. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Aðstoðarflugmaðurinn hefur unnið fyrir Virgin Atlantic frá 2017 en hafði ekki lokið síðasta æfingaflugi til að standast innri kröfur flugfélagsins. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA

Farþegaþotu Virgin Atlantic-flugfélagsins sem var á leið frá London til New York var snúið við til Heathrow-flugvallar eftir að á daginn kom að aðstoðarflugmaðurinn hafði ekki lokið lokaprófi.

Uppákoman átti sér stað þegar um fjörutíu mínútur voru liðnar af flugferðinni á mánudag. Flugmennirnir áttuðu sig þá að að „mistök hefðu verið gerð við vaktaskrá“. Virgin Atlantic segir að nýr aðstoðarflugmaður hafi verið fundinn og vélin svo haldið leið sinni áfram til New York.

Flugfélagið fullyrðir að öryggi farþega hafi alls ekki verið stefnt í hættu. Aðstoðarflugmaðurinn hafi starfað fyrir félagið frá árinu 2017 og teljist fullhæfur samkvæmt breskum flugmálareglum. Hann hafði aftur á móti ekki lokið síðasta æfingafluginu til að standast kröfur félagsins sjálfs. Vélinni hafi verið snúið við vegna þess að flugstjórinn var ekki skráður sem leiðbeinandi.

Breska flugmálastofnunin staðfesti að bæði flugstjórinn og aðstoðarflugmaðurinn hefðu verið með tilskilin leyfi og hæfir til þess að fljúga vélinni, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×