Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja ákærður fyrir kókaínsmygl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 23:26 Andrew Fahie forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verði handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um peningaþvætti og fíkniefnasmygl. AP Photo Forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og kókaínsmygl. Lögmaður hans segir að hann muni lýsa yfir sakleysi sínu fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja, var í síðustu viku handtekinn í Miami í Flórída af lögreglumönnum í bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, sem þóttust vera mexíkóskir fíkniefnasmyglarar. Hinn 51 árs gamli Fahie hefur síðan verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnasmygl. Bandarískur dómari hefur síðan úrskurðað að Fahie verði sleppt úr haldi og hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins, svo lengi sem hann fylgi nokkrum reglum. Fahie fær að vera áfram í húsi sem hann hefur leigt fyrir dætur sínar tvær í Miami, svo lengi sem hann og fjölskylda hans láti af hendi vegabréf þeirra. Hann verður þá að bera staðsetningartæki um ökklann og greiða 500 þúsund dollara, eða um 65 milljónir króna, í tryggingu. Saksóknarar hyggjast áfrýja ákvörðun dómarans um að leysa hann úr haldi svo óvíst er hvort hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins. Sakaður um víðtæka og rótgróna spillingu Fahie hélt því fram í yfirlýsingu sem hann gaf út á mánudag að ekki væri hægt að sækja hann til saka í Bandaríkjunum þar sem hann er lýðræðislega kjörinn og leiðtogi ríkisstjórnar á yfirráðasvæði Breta. Natalio Wheatley mun vera starfandi forsætisráðherra á eyjunum á meðan á málaferlum stendur. Hann getur hins vegar ekki tekið formlega við stöðunni fyrr en hann verður formlega settur í embætti eftir að Fahie segir af sér. Áður en Fahie var handtekinn hafði hann verið sakaður um spillingu og opnuð hafði verið rannsókn á meintum brotum hans í embætti. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að Fahie hafði gefið grænt ljós á að milljónir dala færu í verkefni sem annað hvort kláruðust ekki eða nýttust almenningi ekki á nokkurn hátt. Bretland Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja, var í síðustu viku handtekinn í Miami í Flórída af lögreglumönnum í bandarísku fíkniefnalögreglunni, DEA, sem þóttust vera mexíkóskir fíkniefnasmyglarar. Hinn 51 árs gamli Fahie hefur síðan verið ákærður fyrir peningaþvætti og fíkniefnasmygl. Bandarískur dómari hefur síðan úrskurðað að Fahie verði sleppt úr haldi og hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins, svo lengi sem hann fylgi nokkrum reglum. Fahie fær að vera áfram í húsi sem hann hefur leigt fyrir dætur sínar tvær í Miami, svo lengi sem hann og fjölskylda hans láti af hendi vegabréf þeirra. Hann verður þá að bera staðsetningartæki um ökklann og greiða 500 þúsund dollara, eða um 65 milljónir króna, í tryggingu. Saksóknarar hyggjast áfrýja ákvörðun dómarans um að leysa hann úr haldi svo óvíst er hvort hann fái að ganga laus fram að aðalmeðferð málsins. Sakaður um víðtæka og rótgróna spillingu Fahie hélt því fram í yfirlýsingu sem hann gaf út á mánudag að ekki væri hægt að sækja hann til saka í Bandaríkjunum þar sem hann er lýðræðislega kjörinn og leiðtogi ríkisstjórnar á yfirráðasvæði Breta. Natalio Wheatley mun vera starfandi forsætisráðherra á eyjunum á meðan á málaferlum stendur. Hann getur hins vegar ekki tekið formlega við stöðunni fyrr en hann verður formlega settur í embætti eftir að Fahie segir af sér. Áður en Fahie var handtekinn hafði hann verið sakaður um spillingu og opnuð hafði verið rannsókn á meintum brotum hans í embætti. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að Fahie hafði gefið grænt ljós á að milljónir dala færu í verkefni sem annað hvort kláruðust ekki eða nýttust almenningi ekki á nokkurn hátt.
Bretland Bandaríkin Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira