Innlent

Fram­kvæmda­stjóra Sið­menntar sagt upp störfum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Siggeiri F. Ævarssyni framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin.
Siggeiri F. Ævarssyni framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Siðmennt

Framkvæmdastjóra Siðmenntar var sagt upp störfum hjá félaginu um mánaðamótin. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Siðmenntar frá árinu 2018. 

Greint var frá uppsögn Siggeirs F. Ævarssonar framkvæmdastjóra Siðmenntar á RÚV í dag. Var þar rætt við Siggeir sem sagðist ganga sáttur frá borði þó uppsögnin hafi komið á óvart. 

Siggeir er í framboði fyrir Samfylkinguna í Grindavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og segist nú ætla að einbeita sér að kosningunum. Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar sagði í samtali við RÚV að pólitískt starf hans kæmi uppsögninni ekki við. 

Verið sé að undirbúa breytingar hjá félaginu, sem hafi stækkað ört síðustu ár. Verið sé að stækka starfsleyfi félgasins og starfsemin sé í þróun og mótun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×