Vaktin: Sökktu Moskvu með hjálp Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. maí 2022 06:36 Moskva sökk þann 14. apríl. Úkraínuher hefur tekist að fella fjölda rússneskra herforingja með því að nýta upplýsingar frá öryggisyfirvöldum í Bandaríkjunum. Upplýsingarnar hafa meðal annars snúið að staðsetningu færanlegra höfuðstöðva Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar í dag. Það var vegna ummæla Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali í daginn þar sem hann líkti Vólódímir Selenskí, forseta Úkraínu, við Hitler og sagði að Hitler hefði verið með „gyðingablóð“. Harðir bardagar geysa enn í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól þar sem Rússar eru sagðir reyna að sigra síðustu verjendur borgarinnar og ná fullum tökum á henni. Svíar segjast hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum þess efnis að öryggi landsins verði tryggt ef Svíar ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt frétt New York Times um aðstoð Bandaríkjanna til handa Úkraínumönnum telja síðarnefndu sig hafa náð að drepa tólf rússneska hershöfðingja. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa enn einu sinni hafa svikið loforð um vopnahlé við Azovstal-verksmiðjuna í Maríupól. Rússar höfðu sagst myndu opna „mannúðarhlið“ frá verksmiðjunni í þrjá daga, frá og með deginum í dag en Úkraínumenn segja árásir enn standa yfir. Í gær tókst að bjarga 344 frá verksmiðjunni. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að efna til herskrúðgöngu í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar þeir fagna „sigurdeginum“; deginum þegar sigur vannst á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við aðra leiðtoga G7-ríkjanna í vikunni um enn frekari refsiaðerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels, afsökunar í dag. Það var vegna ummæla Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali í daginn þar sem hann líkti Vólódímir Selenskí, forseta Úkraínu, við Hitler og sagði að Hitler hefði verið með „gyðingablóð“. Harðir bardagar geysa enn í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól þar sem Rússar eru sagðir reyna að sigra síðustu verjendur borgarinnar og ná fullum tökum á henni. Svíar segjast hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönnum þess efnis að öryggi landsins verði tryggt ef Svíar ákveða að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkvæmt frétt New York Times um aðstoð Bandaríkjanna til handa Úkraínumönnum telja síðarnefndu sig hafa náð að drepa tólf rússneska hershöfðingja. Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa enn einu sinni hafa svikið loforð um vopnahlé við Azovstal-verksmiðjuna í Maríupól. Rússar höfðu sagst myndu opna „mannúðarhlið“ frá verksmiðjunni í þrjá daga, frá og með deginum í dag en Úkraínumenn segja árásir enn standa yfir. Í gær tókst að bjarga 344 frá verksmiðjunni. Úkraínumenn segja Rússa hafa í hyggju að efna til herskrúðgöngu í Maríupól 9. maí næstkomandi, þegar þeir fagna „sigurdeginum“; deginum þegar sigur vannst á nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við aðra leiðtoga G7-ríkjanna í vikunni um enn frekari refsiaðerðir gegn Rússum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira