Niðurstaða viðræðna um nýja þjóðarhöll kynnt á föstudag Atli Ísleifsson skrifar 4. maí 2022 10:54 Mikið hefur verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Vísir/Egill Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Vísi. Hann segir að samtöl hafi staðið yfir milli ríkis og borgar síðustu daga og um síðustu helgi. Niðurstaða sé nú komin í málið. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá dagskrá næsta fundar borgarráðs sem fram fer á morgun. 29. mál á dagskrá fundarins er „Þjóðarhöll í innanhúsíþróttum í Laugardal – trúnaðarmál - til afgreiðslu“. Næsta mál á dagskrá fundarins er svo „Þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum – til afgreiðslu“. Ekki er minnst á nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta í dagskránni, ef frá er talin „tillaga um framlag til Þjóðarleikvangs vegna markaðskönnunar og rekstrar“. Myndi nýtast börnum í Laugardal Framtíð bæði Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár og einnig hvernig skuli standa að fjármögnun nýrra leikvanga. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Sömuleiðis hefur mikið verið fjallað um aðstöðuleysi ungmenna í Laugardal til að stunda íþróttir og sagði Dagur í samtali við Vísi í lok mars að hann hugðist leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef ekki næðist samkomulag við ríkið um nýja þjóðarhöll í Laugardal sem gæti þá einnig nýst til íþróttaiðkunar fyrir börn í Þrótti og Ármanni. Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Tengdar fréttir „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við Vísi. Hann segir að samtöl hafi staðið yfir milli ríkis og borgar síðustu daga og um síðustu helgi. Niðurstaða sé nú komin í málið. Á vef Reykjavíkurborgar má sjá dagskrá næsta fundar borgarráðs sem fram fer á morgun. 29. mál á dagskrá fundarins er „Þjóðarhöll í innanhúsíþróttum í Laugardal – trúnaðarmál - til afgreiðslu“. Næsta mál á dagskrá fundarins er svo „Þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum – til afgreiðslu“. Ekki er minnst á nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta í dagskránni, ef frá er talin „tillaga um framlag til Þjóðarleikvangs vegna markaðskönnunar og rekstrar“. Myndi nýtast börnum í Laugardal Framtíð bæði Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár og einnig hvernig skuli standa að fjármögnun nýrra leikvanga. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og standist ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Sömuleiðis hefur mikið verið fjallað um aðstöðuleysi ungmenna í Laugardal til að stunda íþróttir og sagði Dagur í samtali við Vísi í lok mars að hann hugðist leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef ekki næðist samkomulag við ríkið um nýja þjóðarhöll í Laugardal sem gæti þá einnig nýst til íþróttaiðkunar fyrir börn í Þrótti og Ármanni.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Tengdar fréttir „Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Mér finnst tölurnar sem Reykjavík hefur verið að nefna í þessu sambandi mjög lágar“ Bjarni Benediktsson gagnrýndi borgaryfirvöld í umræðu um þjóðarleikvang og þjóðarhöll í þættinum Sprengisandur í morgun. Hann segist hafa orðið orðlaus eftir fund um málið með borgaryfirvöldum. 24. apríl 2022 17:01
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00