Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 12:00 Guðni Th., forseti Íslands, fyrir miðju, á landsleik hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Vísir/Bára Dröfn Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. „Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum. Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
„Það var nú forysta handboltasambandsins sem bauð mér á leikinn og útvegaði mér sæti og allt í góðu með það. Ég hlakka mikið til að mæta líka í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Svíum í afar mikilvægum leik. Það væri afskaplega gaman að sjá jafn marga á Ásvöllum í kvöld og voru á leik karlalandsliðsins. Og það er ókeypis inn,“ sagði Guðni Th. í upphafi viðtalsins á Bylgjunni. Þar kom hann inn á þennan umræðupunkt að Ísland á þjóðarhöll sem er leikfær og því leika landslið Íslands að Ásvöllum, á heimavelli Hauka. „Það var fast að orði kveðið hjá landsliðsþjálfaranum og engin vanþörf á. Við eigum þjóðarhöll, okkar Laugardalshöll. Þaðan á ég og margir fleiri ýmsar góðar minningar tengdar íþróttum og afrekum okkar. Þjóðarhöllin stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota til að heyja kappleiki. Við erum að horfast í augu við það núna að hún er barn síns tíma. Reist rétt eftir miðja síðustu öld, elsta þjóðarhöll í Evrópu,“ sagði Guðni Th. um ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara. „Það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ „Auðvitað er það fólk til sem heldur því fram að það sé margt annað sem þurfi að gera áður en við reisum nýja íþróttahöll en ef við horfum í kringum okkur hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt þá erum við að reisa íþróttamannvirki vegna þess að við viljum huga að heilsu, lýðheilsu og þar fram eftir götunum. Og við viljum styðja okkar lið í keppni, það getum við ekki ef við þurfum að fara til útlanda að leika okkar svokölluðu heimaleiki.“ Sjá einnig: Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga „Í stuttu máli sagt er staðan sú að ef við fáum ekki nýja þjóðarhöll til að geta keppt í inniíþróttum á alþjóðavettvangi þá verðum við að fara til útlanda að horfa á landslið keppa.“ Guðni Th. segir þó að loksins sé farið að rofa til í þessum málum og að hann yrði „illa svikinn“ ef þessi mál fara ekki að mjakast í rétta átt. „Ég veit það eins vel og ég þykist geta vitað svona hluti. Fólk getur ekki bakkað úr því sem þegar hefur verið sagt og lofað. Hvernig það raungerist svo í framkvæmd verðum við að sjá en það verður ekki bakkað með að það verður samið um nýja þjóðarhöll á næstu mánuðum eða kannski misserum í allra síðasta lagi.“ Viðtal Guðna Th. í Bítinu má heyra í heild í sinni hér að neðan. Þar er einnig farið yfir stöðu þjóðarleikvangs Íslands, Laugardalsvöll. Guðni Th. telur ekki stefna í að ekki verði hægt að leika kappleiki hér á landi þó bið verði á framkvæmdum.
Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Fótbolti Bítið Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira