Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:29 Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 700 þúsund krónur í miskabætur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira