Enski boltinn

Falleg stund þegar Cavani hitti ungan aðdáanda: Ekki fara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edinson Cavani með ungu stúlkunni sem grátbað hann um að vera áfram hjá Manchester United.
Edinson Cavani með ungu stúlkunni sem grátbað hann um að vera áfram hjá Manchester United. Instagram

Edinson Cavani er einn af leikmönnum Manchester United sem er líklegast á förum í sumar þegar búist er við miklar hreinsanir á leikmannahópnum.

Það eru ekki allir sem vilja sjá Úrúgvæmanninn yfirgefa félagið og þá sérstaklega ein ung stúlka sem fékk að lifa draum sinn í gærkvöldi.

Manchester United spilaði sinn síðasta heimaleik á tímabilinu í gær og Cavani spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins.

Cavani hefur verið að glíma við bæði nára- og kálfsmeiðsli og hefur aðeins spilað samtals 25 mínútur frá hans síðasta byrjunarliðsleik 8. febrúar síðastliðnum.

Hann hafði hins vegar ekkert fallið neitt í áliti hjá ungri stúlku sem vildi endilega hitta goðið sitt eftir leikinn.

Úr varð mjög falleg stund þar sem fór ekkert á milli mála í hversu miklum metum Cavani var hjá henni. Hún bað hann innilega um að fara ekki frá félaginu.

Cavani faðmaði hana og gaf sér tíma. Skrifaði eiginhandaráritun í bók stelpunnar og fékk einnig hárband að gjöf.

Það má sjá þessa skemmtilegu stund hér fyrir neðan en foreldrar stelpunnar pössuðu upp á það að ná þessu á myndband.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.