Vaktin: Sagði Úkraínumenn gera Rússa að fíflum Hólmfríður Gísladóttir, Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. maí 2022 07:26 Joe Biden í verksmiðju Lockheed Martin í Alabama í kvöld. AP/Evan Vucci Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum. Rússar gerðu í kvöld umfangsmiklar eldflaugaárásir á innviði Úkraínu. Talið er að mögulega sé um umfangsmestu eldflaugaárásir stríðsins að ræða. Rafmagnslaust er í Lviv og víðar og er lestarkerfi Úkaínu sagt hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Eldflaugum var skotið á minnst sex lestarstöðvar í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa úkraínska þingið í dag. Talið er að um 200 almennir borgarar séu enn fastir í Azovstal-verksmiðjunni. Rússar hófu árásir á verksmiðjuna strax og björgunaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Bandaríkjamenn segja Rússa hyggjast innlima Donbas, það er að segja héruðin Donetsk og Luhansk, með fölsuðum kosningum. Evrópusambandið undirbýr nú refsiaðgerðir sem munu meðal annars felast í banni á kaupum á olíu frá Rússlandi. Þjóðverjar segjast styðja slíkar aðgerðir en Ungverjar og Slóvakar munu mögulega fá undanþágu. Breska varnarmálaráðuneytið segir innrás Rússa í Úkraínu hafa veikt rússneska heraflann til muna og vegna refsiaðgerða bandamanna muni taka langan tíma fyrir hann að ná sér. Ísraelar eru enn æfir yfir staðhæfingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Adolf Hitler hafi verið með „gyðinga-blóð“ í æðum. Jerusalem Post segir þetta þýða að stjórnvöld í Ísrael geti ekki lengur verið hlutlaus gagnvart átökunum í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum. Rússar gerðu í kvöld umfangsmiklar eldflaugaárásir á innviði Úkraínu. Talið er að mögulega sé um umfangsmestu eldflaugaárásir stríðsins að ræða. Rafmagnslaust er í Lviv og víðar og er lestarkerfi Úkaínu sagt hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Eldflaugum var skotið á minnst sex lestarstöðvar í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa úkraínska þingið í dag. Talið er að um 200 almennir borgarar séu enn fastir í Azovstal-verksmiðjunni. Rússar hófu árásir á verksmiðjuna strax og björgunaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Bandaríkjamenn segja Rússa hyggjast innlima Donbas, það er að segja héruðin Donetsk og Luhansk, með fölsuðum kosningum. Evrópusambandið undirbýr nú refsiaðgerðir sem munu meðal annars felast í banni á kaupum á olíu frá Rússlandi. Þjóðverjar segjast styðja slíkar aðgerðir en Ungverjar og Slóvakar munu mögulega fá undanþágu. Breska varnarmálaráðuneytið segir innrás Rússa í Úkraínu hafa veikt rússneska heraflann til muna og vegna refsiaðgerða bandamanna muni taka langan tíma fyrir hann að ná sér. Ísraelar eru enn æfir yfir staðhæfingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Adolf Hitler hafi verið með „gyðinga-blóð“ í æðum. Jerusalem Post segir þetta þýða að stjórnvöld í Ísrael geti ekki lengur verið hlutlaus gagnvart átökunum í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“