Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 06:53 Íhaldsmenn eru nú í meirihluta meðal dómara hæstaréttar, eftir að Donald Trump skipaði þrjá á sínum stutta valdatíma. Hæstiréttur Bandaríkjanna Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. Frétt Politico byggir á drögum að dómsniðurstöðu meirihluta réttarins, sem er sögð hafa verið skrifuð af hæstaréttardómaranum Samuel Alito. Þar segir Alito að niðurstaða réttarins í Roe gegn Wade hafi verið röng og að það sé löggjafarvaldsins að ákveða að heimila eða ekki heimila hvort konur í viðkomandi ríki fái að gangast undir þungunarrof. Svo virðist sem drögunum hafi verið lekið, sem er fordæmalaust í sögu réttarins. „Það er niðurstaða okkar að það verður að snúa Roe og Casey,“ segir í dómnum, sem sérfræðingar vestanhafs segja líklega ófalsaðan. „Það er komin tími til að fara að stjórnarskránni og skila kjörnum fulltrúum þjóðarinnar aftur ákvarðanavaldinu um þungunarrof.“ Löggjöfin smíðuð til höfuðs Roe gegn Wade Málið sem liggur fyrir hæstarétti núna varðar nýja löggjöf í Mississippi sem kveður á um næstum algilt bann við þungunarrofi eftir 15. viku meðgöngu. Málið var höfðað af síðustu heilbrigðisstofnuninni í ríkinu þar sem enn er hægt að gangast undir þungunarrof, Jackson Women's Health Organization, en þannig tókst að fresta gildistöku laganna. Eftir málflutning í desember lá í loftinu að hæstiréttur myndi dæma ríkinu í hag en ekki þótti útséð með það hvort hann myndi ganga svo langt að snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade, eins og nú liggur fyrir. Á þeim tíma sagði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor ljóst að löggjafinn í Mississippi hefði smíðað lögin sem ögrun við Roe gegn Wade og varaði meðdómara sína gegn því að láta freistast. „Mun þessi stofnun lifa þann óþef sem þetta mun skapa meðal almennings, um að stjórnarskráinn og túlkun hennar séu bara pólitískur gjörningur? Ég sé ekki að það sé mögulegt,“ sagði hún. Hitt málið sem getið er í niðurstöðu dómsins, Planned Parenthood gegn Casey, fór fyrir hæstarétt tveimur áratugum eftir að niðurstaða fékkst í Roe gegn Wade en í því máli staðfesti dómstóllinn fyrri niðurstöðu sína og ákvað að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Fjöldi ríkja mun freista þess að banna þungunarrof Politico greindi frá niðurstöðu réttarins í gær og eins og fyrr segir segja sérfræðingar allar líkur á því að dómurinn sé ófalsaður og vísa meðal annars til forms, lengdar og orðalags, sem líkist öðrum meirihlutaálitum sem Alito hefur skrifað. Niðurstaðan var óhugsandi fyrir nokkrum árum en pólitísk slagsíða hæstaréttar gjörbreyttist þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu og skipaði á stuttum valdatíma sínum þrjá dómara við dómstólinn. Málið hefur strax vakið gríðarlega reiði vestanhafs, enda er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Mótmæli hafa þegar átt sér stað og verið boðuð og ljóst að þeir sem styðja rétt kvenna til að gangast undir þungunarrof munu ekki sætta sig við þessi málalok. Íhaldsmenn fagna á sama tíma og segja niðurstöðuna löngu tímabæra. Ákvörðun hæstaréttar mun hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt samfélag, enda um að ræða eitt mesta hitamál síðustu áratuga. Gera má ráð fyrir að fjöldi ríkja muni í kjölfarið banna þungunarrof en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan mun hafa í kosningum næstu misserin. Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira
Frétt Politico byggir á drögum að dómsniðurstöðu meirihluta réttarins, sem er sögð hafa verið skrifuð af hæstaréttardómaranum Samuel Alito. Þar segir Alito að niðurstaða réttarins í Roe gegn Wade hafi verið röng og að það sé löggjafarvaldsins að ákveða að heimila eða ekki heimila hvort konur í viðkomandi ríki fái að gangast undir þungunarrof. Svo virðist sem drögunum hafi verið lekið, sem er fordæmalaust í sögu réttarins. „Það er niðurstaða okkar að það verður að snúa Roe og Casey,“ segir í dómnum, sem sérfræðingar vestanhafs segja líklega ófalsaðan. „Það er komin tími til að fara að stjórnarskránni og skila kjörnum fulltrúum þjóðarinnar aftur ákvarðanavaldinu um þungunarrof.“ Löggjöfin smíðuð til höfuðs Roe gegn Wade Málið sem liggur fyrir hæstarétti núna varðar nýja löggjöf í Mississippi sem kveður á um næstum algilt bann við þungunarrofi eftir 15. viku meðgöngu. Málið var höfðað af síðustu heilbrigðisstofnuninni í ríkinu þar sem enn er hægt að gangast undir þungunarrof, Jackson Women's Health Organization, en þannig tókst að fresta gildistöku laganna. Eftir málflutning í desember lá í loftinu að hæstiréttur myndi dæma ríkinu í hag en ekki þótti útséð með það hvort hann myndi ganga svo langt að snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade, eins og nú liggur fyrir. Á þeim tíma sagði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor ljóst að löggjafinn í Mississippi hefði smíðað lögin sem ögrun við Roe gegn Wade og varaði meðdómara sína gegn því að láta freistast. „Mun þessi stofnun lifa þann óþef sem þetta mun skapa meðal almennings, um að stjórnarskráinn og túlkun hennar séu bara pólitískur gjörningur? Ég sé ekki að það sé mögulegt,“ sagði hún. Hitt málið sem getið er í niðurstöðu dómsins, Planned Parenthood gegn Casey, fór fyrir hæstarétt tveimur áratugum eftir að niðurstaða fékkst í Roe gegn Wade en í því máli staðfesti dómstóllinn fyrri niðurstöðu sína og ákvað að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Fjöldi ríkja mun freista þess að banna þungunarrof Politico greindi frá niðurstöðu réttarins í gær og eins og fyrr segir segja sérfræðingar allar líkur á því að dómurinn sé ófalsaður og vísa meðal annars til forms, lengdar og orðalags, sem líkist öðrum meirihlutaálitum sem Alito hefur skrifað. Niðurstaðan var óhugsandi fyrir nokkrum árum en pólitísk slagsíða hæstaréttar gjörbreyttist þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu og skipaði á stuttum valdatíma sínum þrjá dómara við dómstólinn. Málið hefur strax vakið gríðarlega reiði vestanhafs, enda er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Mótmæli hafa þegar átt sér stað og verið boðuð og ljóst að þeir sem styðja rétt kvenna til að gangast undir þungunarrof munu ekki sætta sig við þessi málalok. Íhaldsmenn fagna á sama tíma og segja niðurstöðuna löngu tímabæra. Ákvörðun hæstaréttar mun hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt samfélag, enda um að ræða eitt mesta hitamál síðustu áratuga. Gera má ráð fyrir að fjöldi ríkja muni í kjölfarið banna þungunarrof en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan mun hafa í kosningum næstu misserin.
Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Sjá meira