Félag grunnskólakennara lagði sveitarfélögin í máli um veikindarétt félagsmanns Smári Jökull Jónsson skrifar 1. maí 2022 15:29 Félagsdómur úrskurðaði að umræddur kennari ætti rétt á forfallalaunum í veikindum sínum. Vísir/Vilhelm Félag grunnskólakennara hafði betur í máli gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga í máli sem snýst um veikindarétt og ætlar sér að ná fram leiðréttingum handa þeim kennurum sem brotið var á. Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur. Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Málavextir snúa að veikindarétti starfsmanna sem hafa verið starfandi í meira en átján ár. Í tilkynningu frá FG kemur fram að grunnskólakennarinn hafi átt að baki lengri starfsferil en átján ár og fellur því undir svokallaða 360 daga reglu. Þar kemur fram að starfsmaður haldi launum svo lengi sem veikindadagar, taldir í almanaksdögum, verði ekki fleiri á hverjum tólf mánuðum en 360 dagar. Í þessu tiltekna máli var kennarinn frá störfum vegna veikinda frá 5.september 2019 og þar til 16.október árið eftir þegar lá fyrir vottorð um að kennarinn væri fullvinnufær. Þremur vikum síðar veiktist kennarinn á nýjan leik og hefur verið fjarverandi síðan. Vinnuveitandinn túlkaði málið sem svo að kennarinn hefði fullnýtt veikindarétt sinn og lagði áherslu á að veikindaréttur félagsmannsins hafi ekki endurnýjast eða orðið virkur á ný þrátt fyrir að hann hafi snúið aftur til starfa eftir fyrra veikindatímabil segir í dómi Félagsdóms. Á þetta var ekki fallið í dómnum. Þar segir að leggja verði til grundvallar að félagsmaðurinn hafi ekki nýtt alla 360 veikindadaga sína þegar veikndin komu upp þann 6.nóvember. „Sé litið til síðustu tólf mánaða þar á undan hafi félagsmaðurinn verið frá vinnu í um 345 daga og voru veikindadagar hans því ekki tæmdir.“ Því var fallist á kröfu stefnanda og kennarinn á því rétt á forfallalaunum í veikndum sínum. „Fyrir okkur sem berjumst fyrir réttindum kennara er þessi niðurstaða Félagsdóms gríðarlega gleðileg og ánægjuleg. Samband íslenskra sveitarfélag ákvað einhliða að hætta að fara eftir umræddu ákvæði kjarasamningsins og áratuga framkvæmd en þetta ákvæði varðar mjög mikilvæg réttindi kennara,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, í tilkynningu. „Nú tekur við barátta að ná fram leiðréttingum tilhanda þeim kennurum sem sveitarfélögin brutu á.“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir ennfremur.
Félagsmál Skóla - og menntamál Stéttarfélög Vinnumarkaður Grunnskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira