„Heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. apríl 2022 13:08 Bjarna virtist síður en svo skemmt yfir spurningu Björns Levís á fundi fjárlaganefndar í morgun. vísir/vilhelm Nokkur pirringur var í mörgum nefndarmönnum fjárlaganefndar á opnum fundi hennar í morgun þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat fyrir svörum. Ráðherranum misbauð ein spurning nefndarmanns Pírata og sagði hann fara fram með áróður. Á fundinum gafst öllum nefndarmönnum færi á að spyrja ráðherrann út í þau atriði sem tengjast útboðsferlinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Útboðið hefur orðið ansi umdeilt og vakið hörð viðbrögð almennings. Eitt af því sem hefur vakið reiði í samfélaginu er sú staðreynd að faðir Bjarna var einn þeirra fjárfesta sem bauðst að kaupa hlut í útboðinu. Bjarni hefur sjálfur sagst ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri á meðal þeirra sem keyptu í útboðinu og að hann hefði kosið að fjölskylda hans hefði ekki komið nálægt því. Á fundinum í morgun gerði Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður Pírata, þetta að efni spurningar sinnar til Bjarna: „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að á undan er gengið?“ spurði Björn Leví og vísaði svo til Vafningsmálsins, sölu Bjarna á hluti sínum í Sjóð 9 í Glitni rétt fyrir hrun og fleiri mál sem hafa þótt erfið fyrir Bjarna í tíð hans sem ráðherra. „Eftir allt þetta vesen sem að þú og flokkurinn þinn eruð búin að láta þjóðina ganga í gegn um á undanförnum áratug... Allir aðrir stjórnmálamenn, myndi maður halda, sem hafa bara snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvöru að þú komist upp með þetta?“ spurði Björn Leví. Þessi spurning vakti litla ánægju Bjarna: „Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hér upp og þú flytur hann hingað inn í þessa nefnd líka,“ sagði Bjarni. Hann hefði margoft svarað fyrir þau mál sem Björn taldi upp, bæði fyrir Birni og öðrum pólitískum andstæðingum sínum en einnig kjósendum í landinu. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim alþingiskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni. Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vafningsmálið Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Á fundinum gafst öllum nefndarmönnum færi á að spyrja ráðherrann út í þau atriði sem tengjast útboðsferlinu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fór fram í lok síðasta mánaðar. Útboðið hefur orðið ansi umdeilt og vakið hörð viðbrögð almennings. Eitt af því sem hefur vakið reiði í samfélaginu er sú staðreynd að faðir Bjarna var einn þeirra fjárfesta sem bauðst að kaupa hlut í útboðinu. Bjarni hefur sjálfur sagst ekki hafa haft hugmynd um að faðir hans væri á meðal þeirra sem keyptu í útboðinu og að hann hefði kosið að fjölskylda hans hefði ekki komið nálægt því. Á fundinum í morgun gerði Björn Leví Gunnarsson, nefndarmaður Pírata, þetta að efni spurningar sinnar til Bjarna: „Bjarni, heldurðu í alvörunni að þú komist upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem að á undan er gengið?“ spurði Björn Leví og vísaði svo til Vafningsmálsins, sölu Bjarna á hluti sínum í Sjóð 9 í Glitni rétt fyrir hrun og fleiri mál sem hafa þótt erfið fyrir Bjarna í tíð hans sem ráðherra. „Eftir allt þetta vesen sem að þú og flokkurinn þinn eruð búin að láta þjóðina ganga í gegn um á undanförnum áratug... Allir aðrir stjórnmálamenn, myndi maður halda, sem hafa bara snefil af virðingu fyrir siðmenntuðu samfélagi væru búnir að segja af sér út af hverju einasta máli í þessu. Heldurðu í alvöru að þú komist upp með þetta?“ spurði Björn Leví. Þessi spurning vakti litla ánægju Bjarna: „Þetta er bara áróður sem þú ert að þylja hér upp og þú flytur hann hingað inn í þessa nefnd líka,“ sagði Bjarni. Hann hefði margoft svarað fyrir þau mál sem Björn taldi upp, bæði fyrir Birni og öðrum pólitískum andstæðingum sínum en einnig kjósendum í landinu. „Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður og nú gengum við til kosninga í september síðastliðnum og það var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar sem fékk kosningu í þeim alþingiskosningum og það er sá sem þú ert að tala við núna,“ sagði Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vafningsmálið Tengdar fréttir Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28. apríl 2022 20:30