Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 08:53 Bjarni upplýsti nú í morgun að hann hafi fyrst séð lista yfir þá sem keyptu í lokuðu útboði á stórum hluta Íslandsbanka. Salan er umdeild og það vakti athygli að meðal kaupenda er faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson en valið var sérstaklega í hóp þeirra sem fengu að kaupa. Bjarni segir það ekki hafa verið á sinni hendi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58
Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22