Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2022 20:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að rannsaka þurfi ábyrgð ráðherranna í Íslandsbankamálinu. Vísir/Arnar Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. Um miðjan apríl gagnrýndi Lilja söluna í viðtali við Morgunblaðið og sagðist hún ekki vera hlynnt þeirri aðferðafræði sem notuð var við söluna á hlutnum. Þá sagðist hún hafa komið þessum skilaboðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Í óundirbúna fyrirspurnartímanum á Alþingi í morgun spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hvers vegna ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum Lilju. Lilja svaraði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, viðskiptaráðherra, hafi einnig haft áhyggjur af fyrirkomulaginu. Alvarleg vanræksla Í samtali við fréttastofu segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að henni hafi fundist þessi orð Lilju með algjörum ólíkindum. „Ég vona að þau séu ekki rétt, því ef þau eru rétt þá er hún að lýsa því að þessir þrír ráðherrar sem höfðu mest um sölu á 50 milljarða króna ríkiseign að segja, hafi öll verið með efasemdir um það sem þau væru að gera,“ sagði Þorbjörg. Hún segir það vera mjög alvarlega vanrækslu að menn hafi ekki einungis eftir á séð að hlutirnir gætu farið illa, heldur einnig haft grunsemdir um það þegar lagt var af stað. „Þetta held ég að undirstriki það best af öllu sem við höfum heyrt í þessu máli að það þarf að skoða þátt ráðherranna og það þarf alvarlega að skoða ábyrgð ráðherranna í þessu máli.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Um miðjan apríl gagnrýndi Lilja söluna í viðtali við Morgunblaðið og sagðist hún ekki vera hlynnt þeirri aðferðafræði sem notuð var við söluna á hlutnum. Þá sagðist hún hafa komið þessum skilaboðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Í óundirbúna fyrirspurnartímanum á Alþingi í morgun spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hvers vegna ekki hafi verið tekið mark á athugasemdum Lilju. Lilja svaraði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, viðskiptaráðherra, hafi einnig haft áhyggjur af fyrirkomulaginu. Alvarleg vanræksla Í samtali við fréttastofu segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, að henni hafi fundist þessi orð Lilju með algjörum ólíkindum. „Ég vona að þau séu ekki rétt, því ef þau eru rétt þá er hún að lýsa því að þessir þrír ráðherrar sem höfðu mest um sölu á 50 milljarða króna ríkiseign að segja, hafi öll verið með efasemdir um það sem þau væru að gera,“ sagði Þorbjörg. Hún segir það vera mjög alvarlega vanrækslu að menn hafi ekki einungis eftir á séð að hlutirnir gætu farið illa, heldur einnig haft grunsemdir um það þegar lagt var af stað. „Þetta held ég að undirstriki það best af öllu sem við höfum heyrt í þessu máli að það þarf að skoða þátt ráðherranna og það þarf alvarlega að skoða ábyrgð ráðherranna í þessu máli.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Lilja gagnrýnir söluferli Íslandsbanka og segir ekki koma til greina að selja Landsbankann Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segist hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og bendir á að ekkert í stöðu þjóðarbúsins hafi kallað á bankasölu nú. 11. apríl 2022 06:49
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14