Erlent

Kókaín­smygl­hneyksli for­sætis­ráð­herrans skekur Bresku jóm­frúar­eyjarnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja.
Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja.

Andrew Fahie, forsætisráðherra Bresku jómfrúareyja hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum grunaður um aðild að kókaíninnflutningi og peningaþvætti.

Þetta kemur fram á vef dagblaðsins Miami Herald þar sem segir að Fahie og Oleanvine Maynard, framkvæmdastjóra hafnaryfirvalda Bresku jómfrúareyja hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í Miami.

Þar segir að fulltrúar Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna hafi sett upp aðgerð til að handtaka Fahie og Maynard. Fóru þeir félagar á fund fulltrúanna sem þóttust vera kókaínsmyglarar og meðlimir í mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa.

 Voru Fahie og Maynard lokkaðir til fundarins undir því yfirskyni að þeir ættu að ganga úr skugga um að sending með 700 þúsund dollurum væri á leið til Bresku jómfrúareyjanna.

Var þeim sagt að fjármunirnir væru greiðsla fyrir að leyfa eiturlyfjahringnum að senda kókaín til Bandaríkjanna í gegnum eyjarnar.

Fahie og Maynard dúsa nú í fangelsi þar sem þeir hafa verið ákærðir fyrir það að hafa lagt á ráðin um að flytja meira fimm kíló af kókaíni til Bandaríkjanna og tilraun til peningaþvættis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×