Þetta kemur fram á vef dagblaðsins Miami Herald þar sem segir að Fahie og Oleanvine Maynard, framkvæmdastjóra hafnaryfirvalda Bresku jómfrúareyja hafi verið handteknir í aðgerðum lögreglu í Miami.
Þar segir að fulltrúar Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna hafi sett upp aðgerð til að handtaka Fahie og Maynard. Fóru þeir félagar á fund fulltrúanna sem þóttust vera kókaínsmyglarar og meðlimir í mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa.
Voru Fahie og Maynard lokkaðir til fundarins undir því yfirskyni að þeir ættu að ganga úr skugga um að sending með 700 þúsund dollurum væri á leið til Bresku jómfrúareyjanna.
Var þeim sagt að fjármunirnir væru greiðsla fyrir að leyfa eiturlyfjahringnum að senda kókaín til Bandaríkjanna í gegnum eyjarnar.
Fahie og Maynard dúsa nú í fangelsi þar sem þeir hafa verið ákærðir fyrir það að hafa lagt á ráðin um að flytja meira fimm kíló af kókaíni til Bandaríkjanna og tilraun til peningaþvættis.