Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir sem stuðningsmaður West Ham 2003 og leikmaður West Ham 2022. getty/Justin Setterfield Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. Dagný gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum 2016. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar, 2018 og sneri aftur til Íslands árið eftir þar sem hún átti erfitt að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. Sumarið 2020 lék Dagný með Selfossi en samdi svo við West Ham í janúar 2021. „Þegar ég kom heim þurfti ég að finna jafnvægið í því að vera mamma í fótbolta og hvernig við ætluðum að gera þetta. Árið 2020 var að mörgu leyti gott því það hafa ekki verið svona margar landsliðsstelpur í deildinni heima í mörg ár því aðrar deildir stoppuðu vegna covid,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Ég fékk góðan tíma til að hugsa þá og fann að ég var ekki alveg tilbúin að koma heim strax. Mér fannst ég enn eiga inni í fótboltanum, að bæta mig og ég gæti enn spilað með og á móti þeim bestu. Mér fannst ég þurfa að gera það meðan ég gæti. Þetta var ákveðið millibilsástand þar sem ég fann hvað ég vildi sjálf. Ég get ekki verið ánægðari með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út til London með fjölskylduna og spila með West Ham.“ Klippa: Dagný um West Ham Dagný er í þeirri öfundsverðu stöðu að spila með sínu uppáhaldsliði erlendis. Þegar hún var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham var það gert með gömlum myndum af henni í búningi West Ham og líka af West Ham-köku úr níu ára afmælinu hennar. Landsliðskonan hélt að umboðsmaðurinn hennar væri að fíflast þegar hann tjáði hennar að West Ham vildi fá hana. „Þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þegar umboðsmaðurinn hringdi fyrst og lét mig vita af áhuganum fannst mér það vera hálfgert grín, af öllum liðum,“ sagði Dagný. „Þegar ég fór fyrst til þeirra voru þeir í fallbaráttu. Fyrst tók ég hálft tímabil með þeim og það var alveg erfitt en núna hefur gengið vel að mörgu leyti þótt við höfum tapað óþarfa stigum hér og þar. Það hefði getað hjálpað okkur að vera ofar í deildinni en að mörgu leyti gott tímabil, sérstaklega ef við horfum á tímabilið eru þetta miklar framfarir. Svo ætlum við að halda áfram að bæta okkur og styrkja liðið.“ Dagný hefur leikið alls leikið 25 leiki með West Ham í vetur og skorað sex mörk. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku deildarinnar með 27 stig. Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Dagný gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum 2016. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar, 2018 og sneri aftur til Íslands árið eftir þar sem hún átti erfitt að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. Sumarið 2020 lék Dagný með Selfossi en samdi svo við West Ham í janúar 2021. „Þegar ég kom heim þurfti ég að finna jafnvægið í því að vera mamma í fótbolta og hvernig við ætluðum að gera þetta. Árið 2020 var að mörgu leyti gott því það hafa ekki verið svona margar landsliðsstelpur í deildinni heima í mörg ár því aðrar deildir stoppuðu vegna covid,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Ég fékk góðan tíma til að hugsa þá og fann að ég var ekki alveg tilbúin að koma heim strax. Mér fannst ég enn eiga inni í fótboltanum, að bæta mig og ég gæti enn spilað með og á móti þeim bestu. Mér fannst ég þurfa að gera það meðan ég gæti. Þetta var ákveðið millibilsástand þar sem ég fann hvað ég vildi sjálf. Ég get ekki verið ánægðari með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út til London með fjölskylduna og spila með West Ham.“ Klippa: Dagný um West Ham Dagný er í þeirri öfundsverðu stöðu að spila með sínu uppáhaldsliði erlendis. Þegar hún var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham var það gert með gömlum myndum af henni í búningi West Ham og líka af West Ham-köku úr níu ára afmælinu hennar. Landsliðskonan hélt að umboðsmaðurinn hennar væri að fíflast þegar hann tjáði hennar að West Ham vildi fá hana. „Þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þegar umboðsmaðurinn hringdi fyrst og lét mig vita af áhuganum fannst mér það vera hálfgert grín, af öllum liðum,“ sagði Dagný. „Þegar ég fór fyrst til þeirra voru þeir í fallbaráttu. Fyrst tók ég hálft tímabil með þeim og það var alveg erfitt en núna hefur gengið vel að mörgu leyti þótt við höfum tapað óþarfa stigum hér og þar. Það hefði getað hjálpað okkur að vera ofar í deildinni en að mörgu leyti gott tímabil, sérstaklega ef við horfum á tímabilið eru þetta miklar framfarir. Svo ætlum við að halda áfram að bæta okkur og styrkja liðið.“ Dagný hefur leikið alls leikið 25 leiki með West Ham í vetur og skorað sex mörk. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku deildarinnar með 27 stig.
Enski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira