Erlent

Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bón­orði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn nauðgaði konunni áður en hann ýtti henni ofan í gjótu og yfirgaf hana. Myndin er af sænskum helli en tengist ekki fréttinni. 
Maðurinn nauðgaði konunni áður en hann ýtti henni ofan í gjótu og yfirgaf hana. Myndin er af sænskum helli en tengist ekki fréttinni.  Getty/Arterra

Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga.

Síðdegis á föstudaginn síðastliðinn barst viðbragðsaðilum í Norberg í Västmanland hjálparbeiðni frá manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan bæinn. Í skóginum er að finna gamla námu en þaðan höfðu maðurinn og börnin hans heyrt hjálparköll frá ungri konu. 

Maðurinn fann konuna ofan í um 25 metra djúpri gjótu. Þegar lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir mættu á staðinn var slökkviliðsmaður látinn síga niður í gjótuna til þess að sækja konuna, sem var síðan flutt á sjúkrahús með þyrlu. 

Lars Johansson, formaður björgunarsveitarinnar í Avesta, segir í samtali við Aftonbladet að konan sé heppin að hafa lifað fallið af. 

„Hún er mjög heppin, það var örlítill snjór í botni gjótunnar sem gæti hafa mýkt lendinguna. Þetta var samt mjög hátt fall og endar venjulega ekki svona vel þegar fólk fellur niður meira en 20 metra,“ segir Johansson í samtali við blaðið. 

Konan var slösuð eftir fallið og hafði ofkælst en ástand hennar er annars óþekkt fjölmiðlum í Svíþjóð. 

Karlmaður, sem talinn er hafa nauðgað konunni og ýtt henni ofan í gjótuna, var handtekinn í suðurhluta Svíþjóðar í gær. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun og tilraun til manndráps. 

Samkvæmt frétt Aftonbladet herma heimildir þess að maðurinn hafi beðið konunnar á miðvikudag þarna í skóglendinu fyrir utan Norberg. Þegar hún hafi hafnað bónorðinu hafi hann nauðgað henni og kastað henni í gjótuna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.