Innlent

Hjalt­eyrar­börnin fá greiddar sann­girnis­bætur frá ríkinu

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að fólk sem dvaldi á áttunda áratug síðustu aldar á barnaheimili á Hjalteyri og var beitt gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hjónum sem sáu um heimilið fái sanngirnisbætur.
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að fólk sem dvaldi á áttunda áratug síðustu aldar á barnaheimili á Hjalteyri og var beitt gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi af hjónum sem sáu um heimilið fái sanngirnisbætur. Vísir

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu  ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra skipaði í desember starfshóp sem ætlað var að rann­saka starf­semi á barna­heim­il­inu í Rich­ards­húsi á Hjalteyri, sem starf­rækt var á ár­un­um 1972-1979. Það var gert á grunni fjölmiðlaumfjöllunar þar sem kom fram að börnin höfðu verið beitt gríðarlegu líkamlegu og andlegu ofbeldi af hjónum sem ráku heimilið. Niðurstaða í málinu var kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag.

„Í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að eigi þau að fara í dýpri og nánari rannsókn á málinu þá þarf að fara í lagabreytingar eins og fordæmi eru fyrir. En þau telja að það liggi þegar fyrir nægar upplýsingar og gögn sem styðja við að það sé eðlilegt að þessu fólki verði greiddar út sanngirnisbætur. Þar með hefur þetta fólk tækifæri til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum um sína stöðu við þá aðila sem munu höndla þau mál á sambærilegan máta og fordæmi eru fyrir eins og í  Breiðuvíkurmálinu og málefnum fatlaðra einstaklinga. Skipulagið á þessu verður líkt og vistheimilanefndin starfaði. Ef óskað verður eftir að ég hitti fólkið þá verð ég að sjálfsögðu við því. Þetta er ánægjuleg niðurstaða og vonandi lyktir sem fólkið getur verið sátt við.  Það eru síðan hugmyndir um að gera lagabreytingar sem um þetta gildi þannig að þær heimildir sem hefur þurft að sækja fyrir hvert einstakt mál að það verði almennt lagaákvæði sem um þetta gildir. En það væri ekki fyrr en á næsta þingi sem við gætum staðið að slíkum lagabreytingum,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 

Borginni heimilt að rannsaka vöggustofurnar

Þá var ákveðið að ríkið taki þátt í rannsókn á Vöggustofum í Reykjavík.

„Reykjavíkurborg hefur einnig óskað eftir lagaheimild til  að gera sérstaka rannsókn á vöggustofum sem voru starfræktar í Reykjavík á síðustu öld og við munum á grundvelli þess fara í almenna löggjöf sem forsætisráðherra hefur lagt fram.  Þar mun rannsókn fara fram án þess að nú þegar liggi fyrir hver sé bótaskyldur í því máli. Ef til kæmi að greiða bætur þar. Þetta var starfsemi á vegum Rekjavíkurborgar en ekki ríkisins,“ segir Jón Gunnarsson. 


Tengdar fréttir

Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta

Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn.

Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita

Garðabær fékk  ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. 

„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“

Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við  Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.