Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. desember 2021 19:00 Garðabær hvetur fólk sem hefur áhyggjur að hafa samband hafi það sem foreldrar eða börn verið í samskiptum við hjónin Einar og Beverly þegar þau önnuðust börn í bænum á árunum 1998-2015. Vísir/Vilhelm Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. Hjónin Einar Gíslason og Beverly Gíslason beittu börn sem dvöldu hjá þeim á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar gríðarlegu ofbeldi. Aldrei rannsökuð þrátt fyrir fjölda ábendinga Þetta kemur fram í frásögnum fólks sem dvaldi þar sem börn og hefur stigið fram í fjölmiðlum síðustu vikur. Fram hefur komið að þrátt fyrir að Félagsmálayfirvöld á Akureyri hafi gert alvarlegar athugasemdir við störf hjónanna 1977, óskað hafi verið eftir að ferill þeirra yrði rannsakaður á árunum 2008-2009, þau hafi verið kærð til lögreglu og kvartað yfir þeim í fjölmiðlum 2012 og forsætisráðuneytið fengið kvartanir vegna tveggja barna árið 2012, voru þau aldrei rannsökuð. Einar lést 2015 og Beverly 2019. Önnuðust á annað hundrað börn Hjónin önnuðust börn í Garðabæ í 17 ár eða frá 1998 til 2015. Þau voru lengst af dagforeldrar en ráku Montessori-leikskóla frá 2006-2008. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum frá Garðabæ um hversu mörg börn hjónin hafi annast í sveitarfélaginu. Bærinn hefur aðeins svarað varðandi Montessori- leikskólann sem hjónin ráku en í svörum kemur fram að þau hafi annast 14 börn árið 2006 og verið komin með 22 börn 2007. Þau ráku leikskólann til júlí 2008. Samkvæmt upplýsingu frá bænum mátti hvert dagforeldri vera með 5 börn á sínum snærum á þeim tíma sem hjónin voru það. Það er því gróflega hægt að áætla að hjónin hafi allt í allt að minnsta kosti verið með um hundrað og sjötíu börn á sínum snærum í Garðabæ þann tíma sem þau störfuðu þar. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hafi á árunum 1998-2015 gert athugasemd við störf hjónanna hjá bænum og fengið eftirfarandi svör: Höfum ekki fengið neinar kvartanir vegna starfa þeirra í Garðabæ svo vitað sé. Garðabær hefur fengið utanaðkomandi aðila, EAÞ ráðgjöf, til að gera úttekt á starfsemi sem fram fór innan leikskóla og í daggæslu sem umrædd hjón störfuðu við. Fólk sem komst í snertingu við hjónin er hvatt til að hafa samband. Tíu haft samband Tíu manns hafa haft samband við sveitarfélagið eftir að málið kom upp. Garðabær hefur ekki gefið upp hvort eitthvað af málunum sé vegna gruns um ofbeldi af hálfu hjónanna. Barnaheimilið á Hjalteyri Garðabær Hörgársveit Akureyri Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. 23. nóvember 2021 19:31 „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32 Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00 Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Hjónin Einar Gíslason og Beverly Gíslason beittu börn sem dvöldu hjá þeim á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar gríðarlegu ofbeldi. Aldrei rannsökuð þrátt fyrir fjölda ábendinga Þetta kemur fram í frásögnum fólks sem dvaldi þar sem börn og hefur stigið fram í fjölmiðlum síðustu vikur. Fram hefur komið að þrátt fyrir að Félagsmálayfirvöld á Akureyri hafi gert alvarlegar athugasemdir við störf hjónanna 1977, óskað hafi verið eftir að ferill þeirra yrði rannsakaður á árunum 2008-2009, þau hafi verið kærð til lögreglu og kvartað yfir þeim í fjölmiðlum 2012 og forsætisráðuneytið fengið kvartanir vegna tveggja barna árið 2012, voru þau aldrei rannsökuð. Einar lést 2015 og Beverly 2019. Önnuðust á annað hundrað börn Hjónin önnuðust börn í Garðabæ í 17 ár eða frá 1998 til 2015. Þau voru lengst af dagforeldrar en ráku Montessori-leikskóla frá 2006-2008. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum frá Garðabæ um hversu mörg börn hjónin hafi annast í sveitarfélaginu. Bærinn hefur aðeins svarað varðandi Montessori- leikskólann sem hjónin ráku en í svörum kemur fram að þau hafi annast 14 börn árið 2006 og verið komin með 22 börn 2007. Þau ráku leikskólann til júlí 2008. Samkvæmt upplýsingu frá bænum mátti hvert dagforeldri vera með 5 börn á sínum snærum á þeim tíma sem hjónin voru það. Það er því gróflega hægt að áætla að hjónin hafi allt í allt að minnsta kosti verið með um hundrað og sjötíu börn á sínum snærum í Garðabæ þann tíma sem þau störfuðu þar. Fréttastofa hefur óskað eftir upplýsingum um hvort einhver hafi á árunum 1998-2015 gert athugasemd við störf hjónanna hjá bænum og fengið eftirfarandi svör: Höfum ekki fengið neinar kvartanir vegna starfa þeirra í Garðabæ svo vitað sé. Garðabær hefur fengið utanaðkomandi aðila, EAÞ ráðgjöf, til að gera úttekt á starfsemi sem fram fór innan leikskóla og í daggæslu sem umrædd hjón störfuðu við. Fólk sem komst í snertingu við hjónin er hvatt til að hafa samband. Tíu haft samband Tíu manns hafa haft samband við sveitarfélagið eftir að málið kom upp. Garðabær hefur ekki gefið upp hvort eitthvað af málunum sé vegna gruns um ofbeldi af hálfu hjónanna.
Barnaheimilið á Hjalteyri Garðabær Hörgársveit Akureyri Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. 23. nóvember 2021 19:31 „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32 Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00 Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. 23. nóvember 2021 19:31
„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. 23. nóvember 2021 15:32
Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00
Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. 22. nóvember 2021 21:30
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56