„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 15:32 Formenn ríkisstjórnarflokkanna funda um skipan nýrrar Ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. Forsætisráðherra segir frásagnir fólks af dvöld sinni á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sláandi. Þá sé ljóst að það hafi verið vakin athygli á málinu í kerfinu án þess að það hafi verið brugðist sérstaklega við. „Það hefur verið ótrúlega algengt að börn hafi verið sett í algjörlega óviðunandi aðstæður á vegum hins opinbera hvort sem það var ríki eða sveitarfélög. Það er full ástæða til að fara yfir málið sem snertir barnaheimilið á Hjalteyri. Lögin sem gilda um rannsókn og sanngirnisbætur heyra þó undir dómsmálaráðuneytið. Síðan hafa einstaka sveitarfélög verið að skoða svona mál sérstaklega eins og t.d. Arnarholtsmálið sem kom upp á Kjalarnesi,“ segir Katrín. Katrín segir að heimilið og hjónin á Hjalteyri hafi margoft komið við sögu yfirvalda en samt ekki verið stöðvuð. „Þarna er aðili hjá Akureyrarbæ sem bendir á að það er ekki allt með felldu á Hjalteyri. Það er samt ekki brugðist sérstaklega við því. Þá er ekki brugðist við þegar hjónin færa sig yfir til Garðabæjar. Heimilið er nefnt í fyrri skýrslu vistheimilisnefndar en það er ekki ráðist í sérstaka rannsókn á því og það er kannski spurning sem nú er uppi hvort það eigi að rannsaka það,“ segir Katrín. Hún segir að ábending um aðbúnað barna á Hjalteyri hafi til að mynda borist til forsætisráðuneytisins árið 2012. „Ég veit til þess að það barst erindi um heimilið til forsætisráðuneytisins árið 2012 sem væntanlega hefur verið vísað til vistheimilisnefndar og henni var falið að meta hvort hún tæki þetta til sérstakrar rannsóknar eða ekki og það var ekki niðurstaða nefndarinnar. Það kann að vera að það sé ástæða til að endurskoða það og þá með sveitarfélögum eins og gert hefur verið í tilfelli Arnarholtsmálsins,“ segir Katrín. Katrín mælti í fyrra fyrir frumvarpi um sanngirnisbætur. „Í fyrra voru samþykkt lög sem heimila greiðslu bóta til barna sem sættu illri meðferð á heimilum sem nutu leyfis ríkis eða sveitarfélaga. Þetta var frumvarp sem ég mælti fyrir og var samþykkt á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir að hægt sé að leita réttar síns varðandi sanngirnisbætur án þess að það fari fram rannsókn á þeim heimilum. Í kjölfarið var sett af stað vinna á meðferð fullorðinna fatlaðra og sú meðferð stendur ennþá yfir. Ég mun leggja fram skýrslu um málið fyrir þingið sem beindi því til mín á sínum tíma að kanna það hvort ástæða væri til að fara í sérstaka rannsókn á aðbúnaði fullorðinna fatlaðra. Í Hjalteyrarmálinu er um að ræða börn sem að eru ófötluð og falla því ekki undir þessi lög,“ segir Katrín. Barnaheimilið á Hjalteyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir frásagnir fólks af dvöld sinni á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sláandi. Þá sé ljóst að það hafi verið vakin athygli á málinu í kerfinu án þess að það hafi verið brugðist sérstaklega við. „Það hefur verið ótrúlega algengt að börn hafi verið sett í algjörlega óviðunandi aðstæður á vegum hins opinbera hvort sem það var ríki eða sveitarfélög. Það er full ástæða til að fara yfir málið sem snertir barnaheimilið á Hjalteyri. Lögin sem gilda um rannsókn og sanngirnisbætur heyra þó undir dómsmálaráðuneytið. Síðan hafa einstaka sveitarfélög verið að skoða svona mál sérstaklega eins og t.d. Arnarholtsmálið sem kom upp á Kjalarnesi,“ segir Katrín. Katrín segir að heimilið og hjónin á Hjalteyri hafi margoft komið við sögu yfirvalda en samt ekki verið stöðvuð. „Þarna er aðili hjá Akureyrarbæ sem bendir á að það er ekki allt með felldu á Hjalteyri. Það er samt ekki brugðist sérstaklega við því. Þá er ekki brugðist við þegar hjónin færa sig yfir til Garðabæjar. Heimilið er nefnt í fyrri skýrslu vistheimilisnefndar en það er ekki ráðist í sérstaka rannsókn á því og það er kannski spurning sem nú er uppi hvort það eigi að rannsaka það,“ segir Katrín. Hún segir að ábending um aðbúnað barna á Hjalteyri hafi til að mynda borist til forsætisráðuneytisins árið 2012. „Ég veit til þess að það barst erindi um heimilið til forsætisráðuneytisins árið 2012 sem væntanlega hefur verið vísað til vistheimilisnefndar og henni var falið að meta hvort hún tæki þetta til sérstakrar rannsóknar eða ekki og það var ekki niðurstaða nefndarinnar. Það kann að vera að það sé ástæða til að endurskoða það og þá með sveitarfélögum eins og gert hefur verið í tilfelli Arnarholtsmálsins,“ segir Katrín. Katrín mælti í fyrra fyrir frumvarpi um sanngirnisbætur. „Í fyrra voru samþykkt lög sem heimila greiðslu bóta til barna sem sættu illri meðferð á heimilum sem nutu leyfis ríkis eða sveitarfélaga. Þetta var frumvarp sem ég mælti fyrir og var samþykkt á Alþingi. Þar er gert ráð fyrir að hægt sé að leita réttar síns varðandi sanngirnisbætur án þess að það fari fram rannsókn á þeim heimilum. Í kjölfarið var sett af stað vinna á meðferð fullorðinna fatlaðra og sú meðferð stendur ennþá yfir. Ég mun leggja fram skýrslu um málið fyrir þingið sem beindi því til mín á sínum tíma að kanna það hvort ástæða væri til að fara í sérstaka rannsókn á aðbúnaði fullorðinna fatlaðra. Í Hjalteyrarmálinu er um að ræða börn sem að eru ófötluð og falla því ekki undir þessi lög,“ segir Katrín.
Barnaheimilið á Hjalteyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. 23. nóvember 2021 13:00
Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. 22. nóvember 2021 18:40
Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56