Erlent

Vaktin: Pútín hefur engan á­huga á friðar­við­ræðum

Viktor Örn Ásgeirsson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Prestur blessar páskamat úkraínskra hermanna nærri Zaporizhzhia í Úkraínu.
Prestur blessar páskamat úkraínskra hermanna nærri Zaporizhzhia í Úkraínu. Vísir/AP

Iryna Vereschuk aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu segir að ekki takist að opna flóttaleiðir í Mariupol í dag. Hún segir að aftur verði reynt á morgun en ekki tókst að opna flóttaleiðir fyrir íbúa í gær.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

  • Samkvæmt grein Financial Times hefur Vladimír Pútín engan áhuga á að enda deiluna við Úkraínu með friðarviðræðum.
  • Vólódímír Selenskí segir að Rússar séu að reyna að hylma yfir morð á tugum þúsunda óbreyttum borgurum í Maríupól. Borgarstjóri borgarinnar segir að minnsta kosti tuttugu þúsund óbreyttir borgarar hafi fallið í hafnarborginni.
  • Úkraínuforseti mun funda með Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna auk Lloyd Austin varnamálaráðherra Bandaríkjanna í dag. Búist er við því að forseti muni biðja Bandaríkjamenn um fleiri þungavopn.
  • Volódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að friðarviðræðum verði hætt ef Rússar drepa þá sem standa vörð í borginni Mariupol.
  • Rússar hófu aftur árásir á Azovstal-stálverksmiðjuna í Mariupol í gær þrátt fyrir að Rússlandsforseti hafi beðið hermenn sína um að hætta árásum í vikunni.

Hér má sjá vakt gærdagsins á Vísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×