Íslenski boltinn

Þrjú D-deildarlið komust áfram í 32-liða úrslit

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Víkingar eru handhafar Mjólkurbikarsins. Þeir mæta til leiks í 32-liða úrslitum líkt og öll önnur efstu deildar liðin.
Víkingar eru handhafar Mjólkurbikarsins. Þeir mæta til leiks í 32-liða úrslitum líkt og öll önnur efstu deildar liðin. Vísir/Hulda Margrét

Átta leikir fóru fram í 2.umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta víða um land í dag.

Lið úr Bestu deildinni koma inn í bikarkeppnina í 3.umferðinni (32-liða úrslitum) en í dag var einn Lengjudeildarslagur á dagskrá bikarkeppninnar.

Þar hafði Grindavík betur gegn KV í hörkuleik í Vesturbænum en leiknum lauk með 2-3 sigri Grindavíkur.

Önnur Lengjudeildarlið sem komust áfram í dag voru Vestramenn sem unnu 2-0 sigur á D-deildarliði Víðis, Selfoss sem lagði Hamar 0-2 og að endingu HK sem vann 0-3 sigur á Þrótti Reykjavík.

Í þremur viðureignum dagsins urðu óvænt úrslit þar sem D-deildarlið unnu sigur á C-deildarliði.

Dalvík/Reynir vann 2-5 sigur á Völsungi, Kári lagði lærisveina Guðjóns Þórðarsonar í Víkingi Ólafsvík og Sindri vann 2-0 sigur á KFA.

Eina C-deildarliðið sem tryggði sig áfram í dag voru Haukar sem unnu öruggan 0-5 sigur á venslaliði sínu, KÁ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×