Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 22:00 Það mun skýrast á næstu dögum hvort samkomulag náist milli ríki og borgar í þessu máli. Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum. Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent