Innlent

„Ég get ekki orða bundist“

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hildur Björnsdóttir gagnrýnir sitjandi borgarstjóra harðlega.
Hildur Björnsdóttir gagnrýnir sitjandi borgarstjóra harðlega. Vísir/Vilhelm

„Ég get ekki orða bundist. Á einungis örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram með slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í færslu á Facebook síðu sinni.

Hún segir að borgarstjóri hafi fullyrt að börnum hafi verið boðið leikskólarými í leikskólum sem væru ekki til. Því næst hafi hann notfært sér börnin í Laugardal sem peð í tafli um þjóðarleikvang.

Hildur segir Dag hafa boðað byltingu í almenningssamgöngum en þess í stað skert fjárframlög til Strætó. Þá hafi hann notað „bókhaldsbrellur og loftpeninga“ til að fegra ársreikninga.

„Sjónhverfingamaðurinn Dagur þarf að komast í langt frí. Í hans valdatíð hefur rekstur borgarinnar orðið ósjálfbær og grunnþjónustan versnað – enda bætir maður ekki þjónustu með bókhaldsbrellum og loftinu einu saman,“ segir Hildur í færslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×