Íslenski boltinn

Sandra og Arnar vekja athygli í strætóskýlum

Sindri Sverrisson skrifar
Sandra Sigurðardóttir nær til boltans alveg úti við stöng, á strætóskýli við Klambratún.
Sandra Sigurðardóttir nær til boltans alveg úti við stöng, á strætóskýli við Klambratún.

Fyrsta leiktíðin í Bestu deildum karla og kvenna í fótbolta er hafin eða að hefjast og nýjar leiðir hafa verið farnar til að kynna deildirnar.

Deildirnar eru meðal annars auglýstar með sérstökum fótboltastrætóskýlum sem finna má við Klambratún og í nágrenni Kringlunnar. 

Á öðru skýlinu má sjá Söndru Sigurðardóttir markmann Vals og landsliðsins skutla sér á eftir bolta og á hinu stendur Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga fyrir framan varamannabekk.

Steve dagskrárgerðarmaðurinn Vilhjálmur Freyr Hallsson benti á strætóskýlin á Twitter og ljóst að margir hrifust af auglýsingunum.

Besta deild karla hófst á mánudaginn þar sem að Arnar Gunnlaugsson stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn FH-ingum. Besta deild kvenna hefst svo næsta þriðjudag en þá verður Sandra í marki Vals gegn Þrótti.

Áður höfðu deildirnar verið auglýstar með sjónvarpsauglýsingu úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar sem ekki vakti síður athygli.

„Eins og sást kannski best í sjónvarpsauglýsingunni sem við sendum frá okkur fyrir skemmstu erum við að reyna að fara ekki alltaf þessar klassísku og hefðbundnu leiðir við að auglýsa deildina og þetta er liður í því. Við viðruðum þessa hugmynd við vini okkar hjá Billboard/Buzz sem tóku strax vel í hugmyndina og það voru svo aðrir vinir okkar í Fjölprent sem hjálpuðu okkur að láta þetta verða að veruleika,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF, um strætóskýlin.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×