Sjáðu stórbrotna auglýsingu Hannesar: Áflog í uppsiglingu og Óskar á hvítum hesti Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2022 12:02 Stjörnumaðurinn Óskar Örn Hauksson er á meðal þeirra sem leika í auglýsingunni. Skjáskot Á kynningarfundi Bestu deildarinnar í dag var frumsýnd ný auglýsing úr smiðju Hannesar Þórs Halldórssonar, leikjahæsta landsliðsmarkvarðar Íslands frá upphafi. Þjálfarar og leikmenn deildarinnar eru þar í aðalhlutverkum. Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Hannes skrifaði handritið að auglýsingunni og leikstýrði mörgum af helstu stjörnum Bestu deildanna í ár sem þar með þurftu að spreyta sig á sviði leiklistarinnar, í dimmum bílakjallara þar sem allt virtist ætla að sjóða upp úr. Sjón er sögu ríkari: Klippa: Auglýsing Hannesar um Bestu deildina Auk leikmanna og þjálfara koma fyrir í auglýsingunni fleiri aðilar sem á einhvern hátt tengjast íslenskum fótbolta. Hannes viðurkennir að það hafi verið krefjandi að leikstýra óreyndum hópi fólks og fá fólk langt út fyrir sinn þægindaramma: „Þetta er mjög flókið verkefni en spennandi á sama tíma. Þú ert með gríðarlega mikið magn af óreyndum leikurum sem gerir þetta extra krefjandi. Þá er líka mjög erfitt að ná öllum leikmönnum, þjálfurum og öðrum þátttakendum saman yfir eina helgi, þannig að þetta var heljarinnar púsluspil,“ segir Hannes. „Það þurfti alveg að sannfæra nokkuð marga um þetta ætti eftir að verða mjög flott enda allt öðruvísi að lesa hluti í handriti en að sjá þá raungerast á skjánum. Sem dæmi var alveg smá kómískt þegar ég hringdi í Óskar Örn Hauksson og spurði hvort að hann væri ekki til í að vera ber að ofan málaður í framan á hvítum hesti,“ segir Hannes. Gefur tóninn fyrir sumarið „Við höfðum samband við Hannes í haust um að leggja okkur lið við gerð á auglýsingu fyrir Bestu deildina,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF. „Hannes tók vel í þá bón og fljótlega kom upp þessi hugmynd sem okkur leist strax mjög vel á. Okkur fannst mjög mikilvægt að fylgja eftir nýja vörumerkinu með flottri auglýsingu sem myndi setja tóninn fyrir sumarið,“ segir Björn og bætir við: „Markmiðið var líka að létta aðeins stemmninguna í kringum fótboltann og þó svo að auglýsingin sé í mjög harðgerðu umhverfi er hún á léttu nótunum. Við unnum út frá því frá upphafi að forðast það að búa til þessa týpísku fótboltaauglýsingu og mér finnst Hannesi hafa tekist einstaklega vel til við það.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Bein útsending: Besta deildin og spáin kynnt Kynningarfundur ÍTF vegna Bestu deildar karla í fótbolta var í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. 12. apríl 2022 11:30