Drottningin dvelur þessa dagana í Windsor-kastala en býlið sem hún hyggst dvelja á í tilefni afmælisins var í sérstöku uppáhaldi hjá Filippusi prins, eiginmanni Elísabetar, sem lést fyrir rúmu ári síðan.
Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge óskuðu drottningunni til hamingju með afmælið á Twitter og sögðu Elísabetu veita Bretum innblástur. Á myndinni er drottningin og Filippus heitinn ásamt sjö barnabarnabörnum þeirra.
Wishing Her Majesty The Queen a very happy 96th birthday today!
— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) April 21, 2022
An inspiration to so many across the UK, the Commonwealth and the world, it s particularly special to be celebrating in this #PlatinumJubilee year. pic.twitter.com/iWfyorcd8I
Buckingham-höll tísti einnig mynd af drottningunni hvar Elísabet er tveggja ára gömul. Myndin er tekin árið 1928.
Happy Birthday Your Majesty!
— The Royal Family (@RoyalFamily) April 21, 2022
Today as The Queen turns 96, we re sharing this photograph of the young Princess Elizabeth aged 2.
Then, in 1928, it was never expected she would be Queen, and this year Her Majesty is celebrating her #PlatinumJubilee - a first in British history. pic.twitter.com/DnwsMU81I3
Elísabet önnur drottning Bretlands og fjórtán samveldisríkja hefur í dag verið drottning í sjötíu ár, lengur en nokkur annar hefur setið í hásæti í Bretlandi. Hún heldur jafnan upp á daginn sem hún varð drottning í Sandringham kastala en Georg VI faðir hennar lést hinn 6. febrúar 1952. Hún var síðan krýnd tæplega ári síðar.