Enski boltinn

Maguire: Ég væri ekki að byrja alla leiki ef ég væri að spila illa

Atli Arason skrifar
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United. AP Photo/Jon Super

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, hefur svarað fyrir sig eftir mikla gagnrýnni sem hann hefur fengið á tímabilinu, nú síðast frá fyrrum fyrirliða Manchester United, Roy Keane.

Stuðningsmenn enska landsliðsins bauluðu á Maguire í landsleik á dögunum og hefur hann bæði fengið gagnrýni frá fyrrum og núverandi liðsfélögum. 

„Ég hef vissulega átt nokkra slæma leiki á þessu tímabili en ég væri ekki að byrja alla leiki fyrir Manchester United ef ég væri að spila illa í öllum leikjum. Það er ástæða fyrir því að báðir knattspyrnustjórar [Solskjær og Ragnick] hafa sett mig í byrjunarliðið í hverjum leik,“ sagði Harry Maguire í viðtali við Sky Sports.

Maguire varð dýrasti varnarmaður heims þegar hann kom til United frá Leicester fyrir 80 milljónir punda sumarið 2019.

„Ég skil samt að ég er fyrirliði félagsins og ég kostaði það mikla peninga, þá munu spjótin beinast af mér þegar það gengur illa og þegar við fáum mörg mörk á okkur,“ bætti Maguire við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×