Enski boltinn

Samherjarnir ósáttir við hversu mikið Maguire spilar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Maguire hefur átt erfitt uppdráttar í vetur.
Harry Maguire hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. getty/Shaun Botterill

Samherjar Harrys Maguire hjá Manchester United eru ósáttir við hversu mikið hann fær að spila þrátt fyrir misjafna frammistöðu á tímabilinu.

Maguire hefur verið fastamaður í liði United í vetur og er fyrirliði liðsins. Hann hefur hins vegar ekki náð sér á strik og samherjar Maguires setja spurningarmerki við af hverju hann er í byrjunarliðinu leik eftir leik. The Times greinir frá.

Einnig hefur verið rætt um að leikmenn United séu ósáttir við að Maguire sé fyrirliði United og hann valdi því hlutverki ekki.

United keypti Maguire frá Leicester City fyrir áttatíu milljónir punda sumarið 2019. Hann er dýrasti miðvörður fótboltasögunnar.

Talið er að United ætli að fá miðvörð í sumar og hafa Antonio Rüdiger, leikmaður Chelsea, og Börsungurinn Ronald Araujo verið nefndir í því samhengi.

Maguire og félagar sækja meistara Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×