Innlent

Leit að Gabríel tekin al­var­lega og helst leitað í heima­húsum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir

Lögregla leitar enn að fanganum sem slapp úr haldi við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem mál hans var til meðferðar. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikla áherslu lagða á að finna manninn. 

Hinn tuttugu ára gamli Gabríel Douane Boama á að baki nokkuð langan brotaferil; hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás og er grunaður um alvarlega líkamsárás í Borgarholtsskóla á síðasta ári, rán og fleiri brot. 

Gabríel hefur birt af sér myndir á samfélagsmiðlum frá því að hann slapp úr haldi. Að sögn lögreglu hafa nokkrar vísbendingar borist og leitað hefur verið á þó nokkrum stöðum í dag og þá helst í heimahúsum hjá fólki sem tengist Gabríel. Að sögn lögreglu er leitinni tekið mjög alvarlega og mikil áhersla lögð á að finna Gabríel.

„Við tökum þessa leit mjög alvarlega. Við leggjum mikla áherslu á að koma honum í hús og fólk er að vinna í að finna hann. Við erum búin að fara á þónokkra staði að leita að honum, tala við vini og ættingja,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Hann segir lögregluna meðvitaða um færslur sem Gabríel hefur birt á samfélagsmiðlum frá því hann slapp úr haldi. Hann getur þó ekki svarað fyrir það hvernig Gabríel slapp, það verði héraðssaksóknari að svara fyrir. 


Tengdar fréttir

Lögreglan lýsir eftir manninum sem strauk úr héraðsdómi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, tuttugu ára gömlum karlmanni, sem strauk úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Mál hans var til meðferðar þegar hann flúði en hann er hvattur til að gefa sig strax fram. 

Leita að gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu

Yfirvöld leita nú að Gabríel Douane Boama, tvítugum gæsluvarðhaldsfanga sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur um sjö leytið dag. Lögregla hefur lýst eftir honum og segir mikilvægt að hann finnist sem fyrst. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×