Innlent

Snúnar kjara­við­ræður fram undan eftir hóp­upp­sögn Eflingar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson vísir/vilhelm

Fyrr­verandi fé­lags­mála­ráð­herra og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins telur ein­sýnt að hóp­upp­sagnir innan Eflingar muni hafa mikil á­hrif á kjara­við­ræður í haust. Hann furðar sig á for­ystu verka­lýðs­hreyfingarinnar.

Kjara­samningar Sam­taka at­vinnu­lífsins við Starfs­greina­sam­bandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjara­við­ræður hefjist á ný.

Þor­steinn Víg­lunds­son, fyrr­verandi fé­lags­mála­ráð­herra og fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjara­við­ræðurnar.

„Ég held að það sé ein­séð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli ó­vissu inn í kjara­við­ræður og mun vafa­lítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þor­steinn sem nú starfar sem for­stjóri BM Vallár.

Verkalýðshreyfingin sundruð

Hann bendir á að gríðar­leg reynsla við kjara­við­ræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfs­fólki hefur verið sagt upp.

„Innan allra stéttar­fé­laga er gríðar­lega mikil þekking og reynsla á undir­búningi kjara­við­ræðna og fram­kvæmd þeirra og það er bara ó­ljóst hver staðan verður á fé­laginu þegar út í við­ræðurnar verður komið í haust,“ segir Þor­steinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verka­lýðs­hreyfingarinnar.

„Segjum bara eins og er - það er bara stór­furðu­legt að horfa upp á stéttar­fé­lag koma með þessum hætti fram við starfs­fólk sitt,“ segir Þor­steinn.

Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir for­ystu­menn annarra verka­lýðs­fé­laga setji sig ekki upp á móti hóp­upp­sögninni.

„Það hefði vakið furðu hér áður fyrr alla­vega að sjá slík við­brögð við að­gerðum. Það er langt frá því ein­hver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að for­ystu­fólk þessara sam­taka hafi ó­skorðað um­boð fé­lags­manna sinna,“ segir Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri BM Vallár.


Tengdar fréttir

Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu

Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref.

Á­kveðinn hópur út­skúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu

Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×