Snúnar kjaraviðræður fram undan eftir hópuppsögn Eflingar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 14:10 Þorsteinn Víglundsson vísir/vilhelm Fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur einsýnt að hópuppsagnir innan Eflingar muni hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. Hann furðar sig á forystu verkalýðshreyfingarinnar. Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjaraviðræður hefjist á ný. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég held að það sé einséð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli óvissu inn í kjaraviðræður og mun vafalítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þorsteinn sem nú starfar sem forstjóri BM Vallár. Verkalýðshreyfingin sundruð Hann bendir á að gríðarleg reynsla við kjaraviðræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. „Innan allra stéttarfélaga er gríðarlega mikil þekking og reynsla á undirbúningi kjaraviðræðna og framkvæmd þeirra og það er bara óljóst hver staðan verður á félaginu þegar út í viðræðurnar verður komið í haust,“ segir Þorsteinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Segjum bara eins og er - það er bara stórfurðulegt að horfa upp á stéttarfélag koma með þessum hætti fram við starfsfólk sitt,“ segir Þorsteinn. Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir forystumenn annarra verkalýðsfélaga setji sig ekki upp á móti hópuppsögninni. „Það hefði vakið furðu hér áður fyrr allavega að sjá slík viðbrögð við aðgerðum. Það er langt frá því einhver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að forystufólk þessara samtaka hafi óskorðað umboð félagsmanna sinna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjaraviðræður hefjist á ný. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég held að það sé einséð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli óvissu inn í kjaraviðræður og mun vafalítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þorsteinn sem nú starfar sem forstjóri BM Vallár. Verkalýðshreyfingin sundruð Hann bendir á að gríðarleg reynsla við kjaraviðræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. „Innan allra stéttarfélaga er gríðarlega mikil þekking og reynsla á undirbúningi kjaraviðræðna og framkvæmd þeirra og það er bara óljóst hver staðan verður á félaginu þegar út í viðræðurnar verður komið í haust,“ segir Þorsteinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Segjum bara eins og er - það er bara stórfurðulegt að horfa upp á stéttarfélag koma með þessum hætti fram við starfsfólk sitt,“ segir Þorsteinn. Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir forystumenn annarra verkalýðsfélaga setji sig ekki upp á móti hópuppsögninni. „Það hefði vakið furðu hér áður fyrr allavega að sjá slík viðbrögð við aðgerðum. Það er langt frá því einhver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að forystufólk þessara samtaka hafi óskorðað umboð félagsmanna sinna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00