Innlent

Bein út­sending: Al­þjóða­sam­vinna á kross­götum – Hvert stefnir Ís­land?

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðstefnan samanstendur af fimm málstofum, en hægt verður að fylgjast með þeim í spilara að neðan.
Ráðstefnan samanstendur af fimm málstofum, en hægt verður að fylgjast með þeim í spilara að neðan. AMS

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa í fimmta sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál í Norræna húsinu. Ráðstefnan stendur frá 9 til 16 og verður hægt að fylgjast með henni í spilara að neðan. 

Í tilkynningu segir að tilgangur ráðstefnunnar sé að leiða saman sérfræðinga, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og fræðimenn, og í raun alla þá sem áhuga hafi á alþjóðamálum á Íslandi, til opinnar umræðu um helstu áskoranir og tækifæri Íslands í utanríkismálum.

Ráðstefnan samanstendur af fimm málstofum þar sem framsögumenn flytja áhugaverð erindi og í kjölfarið fara fram líflegar pallborðsumræður með valinkunnum gestum.

Sjá má dagskrá ráðstefnunnar að neðan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.