791 Úkraínumaður komið til landsins og viðbúið að þeim fjölgi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. apríl 2022 17:30 Fyrstu flóttamennirnir komu til landsins í lok febrúar. Vísir/Egill Alls hefur 791 úkraínskur flóttamaður komið til Íslands og sótt um vernd frá því innrás Rússa hófst þann 24. febrúar síðastliðinn. Um er að ræða 434 konur, 202 börn og 155 karla. Tæplega 4,9 milljón manns hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst. Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Að því er kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sóttu 57 um vernd síðastliðna sjö daga, eða að meðaltali átta á dag. Sé það notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 228 sæki um vernd á næstu fjórum vikum. Þó sóttu nokkuð fleiri um vernd síðasta sólarhring heldur en dagana þar áður, eða 20 manns. Gætu orðið allt að 2.500 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna frá Úkraínu, sagði þó í samtali við fréttastofu í gær að viðbúið sé að fleiri muni sækja um vernd eftir páskana. Hann segir fjöldann stefna hraðbyr í þúsund og því gæti þeir orðið allt að 2.500 á næstu vikum. Áður hafi verið gert ráð fyrir 1.500 til 2.000. Flestir þeirra sem sótt hafa um vernd hér á landi eru í úrræðum Útlendingastofnunar en þó nokkrir eru komnir í svokölluð skjól til lengri tíma þar sem þau eru nánast á eigin vegum, þó með aðstoð frá sveitarfélögunum. 7,1 milljónir á vergangi í Úkraínu Af þeim rúmlega 4,9 milljónum sem hafa flúið Úkraínu frá því að innrásin hófst hafa flestir farið til Póllands, eða hátt í 2,8 milljón manns. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og hafa flest Evrópuríki virkjað sínar viðbragsáætlanir vegna þessa. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt ð fimm milljónir einstaklinga muni flýja átökin en stofnunin hafði áður áætlað að fjöldinn yrði nær fjórum milljónum. Til viðbótar er talið að 7,1 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan Úkraínu. Í heildina hafa 1.223 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd hér á Íslandi frá upphafi árs og voru flestir þeirra frá Úkraínu líkt og við var að búast. Þar á eftir komu 254 einstaklingar með tengsl við Venesúela en alls voru umsækjendur frá 33 löndum.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira