Skipið hafði ekki haggast í heilan mánuð.AP/Jackson
Gámaflutningaskipið Ever Forward siglir loks á ný en skipið strandaði í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan.
Samvinna, dráttarbátar, prammar og háflóð komu við sögu, segir í frétt AP fréttaveitunnar um málið: „Með ótrúlegri samvinnu og smá flóði siglir skipið loks á ný,“ sagði hafnarstjórinn William P. Doyle á samfélagsmiðlinum Linkedin.
Skipið er systurskip Ever Given sem stöðvaði umferð um Súesskurð í heila viku á síðasta ári og olli þar með gríðarlegri truflun á vöruflutningum í heiminum.
Ever Forward er 305 metra langt og um borð eru nærri fimm þúsund gámar. Björgunarsveitir fjarlægðu um 500 gáma til að létta skipið og þeir voru fluttir yfir á pramma.
Nú stendur til að sigla skipinu til hafnar og kanna ástand skrokksins. Að því loknu verða gámarnir fluttir yfir á skipið að nýju og það siglir loks sína leið.
Tekjur egypska ríkisins af Súesskurðinum á síðasta ári hafa aldrei verið meiri, þrátt fyrir að flutningaskipið Ever Given hafi stíflað skurðinn í um viku síðasta vor.
Gámaflutningaskipið Ever Given er nú á leið sinni í Rauðahaf, sem leið liggur um Súes-skurðinn. Vel er fylgst með skipinu, þar sem það komst í heimsfréttirnar fyrir að festast í skurðinum fyrr á þessu ári.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.