Íslenski boltinn

„Klefaaðstaðan á pari við Wembley“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Glæsilegur klefi.
Glæsilegur klefi. Skjáskot/Stöð 2

Það vakti athygli á dögunum þegar ÍBV vígði nýja búningsklefa fyrir knattspyrnuliðin sín við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum.

Fór vígslan fram við hátíðlega athöfn og alveg tilefni til þar sem aðstaðan er hreint til fyrirmyndar.

Svava Kristín Grétarsdóttir heimsótti Hásteinsvöll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Hún ræddi þar við Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV og Eið Aron Sigurbjörnsson, fyrirliða liðsins, sem báðir voru sammála um að klefaaðstaðan væri í sérflokki hér á landi og hafði Hermann á orði að þetta væri á pari við klefana á Wembley en Hermann átti glæstan feril á Englandi sem leikmaður og þekkir þar flesta leikvanga.

Innslagið úr kvöldfréttum má sjá í heild hér að neðan.

Klippa: ÍBV klefar

ÍBV hefur leik í Bestu deildinni á þriðjudag þegar þeir heimsækja Val að Hlíðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×